Mímir - 01.05.1984, Page 36
(4)
ef. et. nf.ft.
a) -s -ar : armur
b) -s -ir : dalur
c) -ar -ar : grautur
d) -ar -ir : vinur
Oftast eru aðeins þrír að þessum fjórum flokk-
um taldir sérstakir þeygingarflokkar (eins og hjá
Valtý) en c-flokkurinn talinn til undantekninga
frá a-flokki, sennilega vegna þess hve fáorður
hann er.
Hingað til hefur það verið talið ófyrirsegjan-
legt hvort ending þgf. et. er -i eða 0 (þ.e. end-
ingarleysi) og mætti því spyrja af hverju flokk-
unin sé aðeins miðuð við tvö af þeim þremur
föllum sem eru ófyrirsegjanleg. Kannski er það
vegna þess að flokkamir þættu of margir, eða
átta, ef miðað væri við þrjú föll en það er hæpin
skýring ef litið er á hinn mikla fjölda undir-
flokka sem aðalflokkarnir skiptast í, t.d. hjá
Valtý þar sem þeir eru tæplega tuttugu.
Þótt endingar ef. et. og nf. ft. séu ófyrirsegjan-
legar þá er hins vegar vafasamt að byggja beyg-
ingarflokkun á þeim „þar sem ekki er sjáanlegt
að neitt beint samband sé á milli vals endingar í
flt. ogeintölu“(Kristján Árnason 1980:74). Það
er jafnvel vafasamt hvort beygingarflokkun
(hvort sem hún byggist á tveimur föllum eða
þremur) sé heppileg leið til að lýsa beygingu
sterkra karlkynsorða í íslensku: „Með því að
gera ráð fyrir nokkrum beygingarflokkum, og
segja að við þurfum að læra í hvaða flokki hvert
orð er, erum við í raun og veru að segja að beyg-
ingin sé ekki fyrirsegjanleg út frá orðasafns-
myndinni“3 (Eiríkur Rögnvaldsson 1984:135).
Nú er það hins vegar svo að beygingin er að
nokkru leyti fyrirsegjanleg út frá orðasafns-
myndinni: „ef við vitum að orð er karlkyns og
endar á samhljóði í nf. et„ þá vitum við líka að
það er endingarlaust í þf. et„ endar á -um í þgf.
ft. og -a í ef. ft.“ (Eiríkur Rögnvaldsson
1984:135). Það er jafnvel svo „að í sumum orð-
3. Orðasafnsmynd er sú mynd orðsins sem geymd er í orða-
safninu og aðrar myndir eru leiddar af með almennum
reglum. Færa má rök fyrir því að orðasafnsmynd is-
lenskra nafnorða sé nf. et. (sjá Eirík Rögnvaldsson
1984:112 — 115 og 122) og er gengið út frá því hér.
um er ef. et. og nf. ft. algerlega fyrirsegjanleg út
frá orðasafnsmyndinni (nf. et.), þótt þau séu
það ekki í öðrum“ (Eiríkur Rögnvaldsson
1984:136), en hefðbundin beygingarflokkun
tekur ekki tillit til þessa.
Ef hefðbundinni beygingarflokkun nafnorða
er hafnað, hvernig er þá hægt að lýsa beyging-
unni? Það er hægt með beygingarreglum sem
bæta endingum (ef einhverjar eru) við stofn
orða og segja t.d. að karlkynsorð með orða-
safnsmyndina #X+r#4 verði #X+i# í þgf. et.
Við þetta bætast hljóðbeygingarreglur, sem gera
grein fyrir ýmsum hljóðbreytingum sem
bundnar eru ákveðnum beygingarþáttum
þannig að ekki er hægt að notast við venjulegar
hljóðkerfisreglur. Ófyrirsegjanlegum atriðum er
svo hægt að lýsa með hugtökunum merkt og
ómerkt (eða markað og ómarkað) „þannig að í
hverju hinna ófyrirsegjanlegu falla verði ákveð-
in ending talin ómörkuð en önnur (eða aðrar)
markaðar“ (Eiríkur Rögnvaldsson 1984:136).
Ef orð fær merkta endingu í einhverju falli þarf
að læra það sérstaklega og geyma þær upplýs-
ingar í orðasafninu en ef endingin er ómerkt
þarf ekki að læra það sérstaklega.5
5. Samtímaleg lýsing þgf. et.
sterkra karlkynsorða
5.1 Beygingarreglan
Samkvæmt ofansögðu kemur það í hlut
beygingarreglu að bæta -i við stofn sterkra karl-
kynsorða í þgf. et. Ef hefðbundinni beygingar-
flokkun er hafnað þá er augljóst að ekki er hægt
að láta þessa reglu bæta -i við t.d. fyrsta og
þriðja flokk sterkra karlkynsorða. Mér sýnist
því vænlegast að láta beygingarregluna bæta
þgf.-endingunni -i við öll sterk karlkynsorð.
Regla sú sem hér verður notuð er fengin að láni
frá Eiríki Rögnvaldssyni (1984:140, (7)) og lítur
þannig út:
4. Með þessu er átt við að orðasafnsmyndin sé samsett úr
stofninum X og nefnifallsendingunni -r.
5. Sjá nánar um þetta hjá Eiríki Rögnvaldssyni
1984:136-7
36