Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 38

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 38
5.3 Orð sem enda í stofni á sérhljóði Öll þau orð sem enda í stofni á sérhljóði í dæmasafni Valtýs Guðmundssonar eru ending- arlaus í þgf. et. Dæmi um þessi orð eru: (6) a læknir, greinir, mælir, Grettir, Sverrir b mór, snjór, skór, ljár, blær, Freyr, bær Ef hljóðbeygingarregla fellir brott þgf.-/ í þeim orðum sem eru endingarlaus þá er ljóst að hún verður að verka á orð sem enda í stofni á sérhljóði. í tvíkvæðum orðum sem enda í stofni á áherslulausu -/, #lækni+ i#-» lækni (dæmi (6) a), er að vísu ekki augljóst hvort i-ið það er sem eftir stendur, endahljóð stofnsins eða þgf.- endingin, því að annað samliggjandi áherslu- lausra sérhljóða fellur hvort eð er alltaf brott: #lækni+ar# —» /œknar, #hana+inn# —> han- ann. Það er því sennilega hlutverk hljóðkerfis- reglu að fella annað i-ið brott í þessum tilvik- um. Hins vegar er ljóst að þegar þgf.-/ bætist beint aftan við stofnsérhljóðið, eins og í dæm- um (6)b, þá þurfum við hljóðbeygingarreglu til að fella endinguna brott: #mó+i# —> mó. Eins og við sjáum hér á eftir verður þessi hljóðbeyg- ingarregla hins vegar að verka á fleiri orð en þau sem enda í stofni á sérhhljóði. 5.4 Orð sem enda í stofni á samhljóða- klasa Af 202 orðum hjá Valtý Guðmundssyni sem enda í stofni á samhljóðaklasa eru 64 sem alltaf eða oftast eru endingarlaus og 6 sem eru ýmist endingarlaus eða enda á -/ í þgf. et. Hvað er það í stofni þessara orða sem greinir þau frá þeim 132 sem alltaf eða oftast enda á -/? Ef beyging þeirra 64 orða sem alltaf eða oftast eru endingarlaus er skoðuð nánar sést að flest (eða 45) beygjast þau eins og bekkur eða dreng- ur þar sem j kemur fram á undan beygingarend- ingum sem hefjast á -a eða -u, t.d. bekkjar, drengjum. Dæmi um orð af þessu tagi eru: (7) elgur, hlekkur, hringur, kengur, steggur, strengur, vængur, leggur, veggur Einfaldast er að lýsa beygingu þessara orða með því að gera ráð fyrir því að j tilheyri stofni þeirra: #bekkj+ar#, #drengj+um# o.s-.frv. Þegar beygingarendingin hefst á samhljóði eða engin ending bætist við stofninn þá verkar eftir- farandi regla sem einnig fellir brott v við sömu aðstæður í orðumeins og söngur:6 (8) jj j-+ 0/. !c! (v) ((#)) Hljóðkerfisregla sú sem fellir brott þgf.-/ (hér eftir nefnd þgf.-brottfallið til aðgreiningar frá brottfallsreglunni sem fellir brott áherslulaus sérhljóð í stofni orða ef beygingarendingin hefst á sérhljóði) verður því að verka í orðum sem enda í stofni á -j enda er ekkert orð af því tagi í hópi þeirra orða sem enda alltaf eða oftast á -/ í þgf. et. Hér eru sýnd dæmi um verkun þessara reglna: (9) #bekkj# #drengj# grunnform 1 1 <- þgf.-ending bekkj+i drengj+i I i <— þgf.-brottfall bekkj drengj 1 j +-j/v-brottfall bekk dreng yfirborðsform Af þeim 202 orðum sem enda í stofni á samhljóðaklasa eru aðeins eftir 19 undantekn- ingar (9,4%, þ.e. orð sem enda ekki á -j í stofni en missa samt þgf.-endinguna samkvæmt flokk- un Valtýs Guðmundssonar, t.d. kippur, stúdent og njálgur. Þessi orð yrði sennilega að merkja í orðasafninu sem undantekningar frá beygingar- reglunni (5). Ekkert þeirra sex orða sem sam- kvæmt flokkun Valtýs enda ýmist á -/ eða eru ) endingarlaus endar í stofni á -j: flokkur, ilmur, pungur, verður, kökkur og mökkur. Þetta er dregið saman í töflu 5 sem sýnir skiptingu þeirra orða sem enda í stofni á sam- hljóðaklasa: 6. Sjá nánar Friðrik Magnússon 1984. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.