Mímir - 01.05.1984, Side 38

Mímir - 01.05.1984, Side 38
5.3 Orð sem enda í stofni á sérhljóði Öll þau orð sem enda í stofni á sérhljóði í dæmasafni Valtýs Guðmundssonar eru ending- arlaus í þgf. et. Dæmi um þessi orð eru: (6) a læknir, greinir, mælir, Grettir, Sverrir b mór, snjór, skór, ljár, blær, Freyr, bær Ef hljóðbeygingarregla fellir brott þgf.-/ í þeim orðum sem eru endingarlaus þá er ljóst að hún verður að verka á orð sem enda í stofni á sérhljóði. í tvíkvæðum orðum sem enda í stofni á áherslulausu -/, #lækni+ i#-» lækni (dæmi (6) a), er að vísu ekki augljóst hvort i-ið það er sem eftir stendur, endahljóð stofnsins eða þgf.- endingin, því að annað samliggjandi áherslu- lausra sérhljóða fellur hvort eð er alltaf brott: #lækni+ar# —» /œknar, #hana+inn# —> han- ann. Það er því sennilega hlutverk hljóðkerfis- reglu að fella annað i-ið brott í þessum tilvik- um. Hins vegar er ljóst að þegar þgf.-/ bætist beint aftan við stofnsérhljóðið, eins og í dæm- um (6)b, þá þurfum við hljóðbeygingarreglu til að fella endinguna brott: #mó+i# —> mó. Eins og við sjáum hér á eftir verður þessi hljóðbeyg- ingarregla hins vegar að verka á fleiri orð en þau sem enda í stofni á sérhhljóði. 5.4 Orð sem enda í stofni á samhljóða- klasa Af 202 orðum hjá Valtý Guðmundssyni sem enda í stofni á samhljóðaklasa eru 64 sem alltaf eða oftast eru endingarlaus og 6 sem eru ýmist endingarlaus eða enda á -/ í þgf. et. Hvað er það í stofni þessara orða sem greinir þau frá þeim 132 sem alltaf eða oftast enda á -/? Ef beyging þeirra 64 orða sem alltaf eða oftast eru endingarlaus er skoðuð nánar sést að flest (eða 45) beygjast þau eins og bekkur eða dreng- ur þar sem j kemur fram á undan beygingarend- ingum sem hefjast á -a eða -u, t.d. bekkjar, drengjum. Dæmi um orð af þessu tagi eru: (7) elgur, hlekkur, hringur, kengur, steggur, strengur, vængur, leggur, veggur Einfaldast er að lýsa beygingu þessara orða með því að gera ráð fyrir því að j tilheyri stofni þeirra: #bekkj+ar#, #drengj+um# o.s-.frv. Þegar beygingarendingin hefst á samhljóði eða engin ending bætist við stofninn þá verkar eftir- farandi regla sem einnig fellir brott v við sömu aðstæður í orðumeins og söngur:6 (8) jj j-+ 0/. !c! (v) ((#)) Hljóðkerfisregla sú sem fellir brott þgf.-/ (hér eftir nefnd þgf.-brottfallið til aðgreiningar frá brottfallsreglunni sem fellir brott áherslulaus sérhljóð í stofni orða ef beygingarendingin hefst á sérhljóði) verður því að verka í orðum sem enda í stofni á -j enda er ekkert orð af því tagi í hópi þeirra orða sem enda alltaf eða oftast á -/ í þgf. et. Hér eru sýnd dæmi um verkun þessara reglna: (9) #bekkj# #drengj# grunnform 1 1 <- þgf.-ending bekkj+i drengj+i I i <— þgf.-brottfall bekkj drengj 1 j +-j/v-brottfall bekk dreng yfirborðsform Af þeim 202 orðum sem enda í stofni á samhljóðaklasa eru aðeins eftir 19 undantekn- ingar (9,4%, þ.e. orð sem enda ekki á -j í stofni en missa samt þgf.-endinguna samkvæmt flokk- un Valtýs Guðmundssonar, t.d. kippur, stúdent og njálgur. Þessi orð yrði sennilega að merkja í orðasafninu sem undantekningar frá beygingar- reglunni (5). Ekkert þeirra sex orða sem sam- kvæmt flokkun Valtýs enda ýmist á -/ eða eru ) endingarlaus endar í stofni á -j: flokkur, ilmur, pungur, verður, kökkur og mökkur. Þetta er dregið saman í töflu 5 sem sýnir skiptingu þeirra orða sem enda í stofni á sam- hljóðaklasa: 6. Sjá nánar Friðrik Magnússon 1984. 38

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.