Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 39

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 39
Taila 5 Ending alltaf -0 ýmist -/ eða -0 alltaf eða oftast -i Alls Endahljóð stofnsins -j annað 45 = 100% 0 = 0,0% 0 = 0,0% 45 = 100% 19 = 12,1% 6 = 3,8% 132 = 84,1% 157 = 100% Alls 64 = 31,7% 6 = 3,0% 132 = 65,3% 202 = 100% 5.5 Orð sem enda í stofni á einföldu samhljóði I töflu 4 kom fram að af 416 orðum sem enda í stofni á einföldu samhljóði eru 192 sem eru alltaf eða oftast endingarlaus í þgf. et. sam- kvænrt flokkun Valtýs Guðmundssonar og 26 sem ýmist eru endingarlaus eða enda á -i. Er hægt að finna einhvern mun á þessum orðum og þeim 198 sem alltaf eða oftast enda á -/? Ef litið er fyrst á þau sem eru endingarlaus þá er ekki að sjá neitt „óvenjulegt“ við þau sem gæti valdið því að þau missa þgf.-endinguna. Þetta eru að meirihluta einkvæð orð (alls 153 = 79,7% en auk þess eru þarna tvíkvæð orð sem ekki verða fyrir brottfalli þótt beygingarending- in hefjist á sérhljóði (alls 39 = 20,3%). Dæmi um þessi orð eru: (10) a haus, kjóll, melur, snúður, bor, maur, fíll, stíll, litur, hlutur, limur, matur, staður, bolur, selur, hamur b bikar, kopar, pipar, kísill, kórall, urm- ull, Baldvin Svipaða sögu er að segja um þau 26 orð sem ýmist eru endingarlaus eða enda á -/ nema hvað þau eru öll einkvæð: (11) liður, meiður, vinur, bátur, hnífur, laukur, skápur, trúður Þau orð sem enda í stofni á einföldu sam- hljóði og hafa samkvæmt flokkun Valtýs alltaf eða oftast endinguna -/ í þgf. et. eru hins vegar um margt sérstök. I þeirra hópi er að finna fjölda brottfallsorða eins og himinn og akw þar sem síðara sérhljóð stofnsins fellur brott ef beygingarending hefst á sérhljóði, t.d. #him- in+ar# -+• himnar. Þarna eru líka orð sem mynduð eru með viðskeytunum að og uð eins og fatnaður og könnuður, fjölmörg sérnöfn auk nokkurra /-hljóðvarpsorða eins og flötur og þráður. Hvernig horfir þetta við þgf.-brottfallinu, hljóðbeygingarreglu þeirri sem fellir brott þgf.-/? Þar virðist mér a.m.k. þrennt koma til greina: í fyrsta lagi að setja þgf.-brottfallið þannig fram að það verki aðeins á einkvæðu orðin í (10)a og þau tvíkvæðu án brottfalls í (10)b en hvorki á brottfallsorð eins og himinn og akur, orð mynduð með viðskeytunum að og uð, /-hljóðvarpsorð né sémöfn eða önnur þau orð sem ekki missa þgf.-endinguna. Þessi lausn virðist ekki fýsileg vegna þess hve erfitt er að aðgreina þau orð sem eru endingarlaus (og regl- an þarf að verka á) frá þeim sem hafa endingu í þgf. et. A.m.k. er ljóst að framsetning reglunnar yrði feykiflókin ef þetta væri mögulegt. I öðru lagi er hægt að merkja þau orð sem missa þgf.-endinguna (eins og dæmin í (10)) í orðasafninu þannig að þgf.-brottfallið verki ekki á þau. Þessi lausn virðist enn ófýsilegri vegna þess að með því að merkja öll þessi orð í orðasafninu er í raun og veru verið að segja að þau séu óregluleg og að við þurfum að læra þgf. þeirra sérstaklega. Það er hins vegar ekki að sjá að dæmin í (10) séu neitt óregluleg, a.m.k. ekki hvað varðar þgf. et. I þriðja lagi er hægt að láta þgf.-brottfallið verka á öll þau orð sem enda í stofni á einföldu samhljóði en gera svo grein fyrir þeim sem enda á -/ í yfirborðsformi á einhvern annan hátt. Þessi lausn virðist einföldust, ekki síst vegna þess að með henni er hægt að gera grein fyrir því af hverju brottfallsorð eins og hamar endar á -/ í þgf. en ekki orð eins og bikar þar sem ekki verðurbrottfall: 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.