Mímir - 01.05.1984, Side 39
Taila 5
Ending
alltaf -0
ýmist -/ eða -0
alltaf eða oftast -i
Alls
Endahljóð stofnsins
-j annað
45 = 100%
0 = 0,0%
0 = 0,0%
45 = 100%
19 = 12,1%
6 = 3,8%
132 = 84,1%
157 = 100%
Alls
64 = 31,7%
6 = 3,0%
132 = 65,3%
202 = 100%
5.5 Orð sem enda í stofni á einföldu
samhljóði
I töflu 4 kom fram að af 416 orðum sem
enda í stofni á einföldu samhljóði eru 192 sem
eru alltaf eða oftast endingarlaus í þgf. et. sam-
kvænrt flokkun Valtýs Guðmundssonar og 26
sem ýmist eru endingarlaus eða enda á -i. Er
hægt að finna einhvern mun á þessum orðum
og þeim 198 sem alltaf eða oftast enda á -/?
Ef litið er fyrst á þau sem eru endingarlaus þá
er ekki að sjá neitt „óvenjulegt“ við þau sem
gæti valdið því að þau missa þgf.-endinguna.
Þetta eru að meirihluta einkvæð orð (alls 153 =
79,7% en auk þess eru þarna tvíkvæð orð sem
ekki verða fyrir brottfalli þótt beygingarending-
in hefjist á sérhljóði (alls 39 = 20,3%). Dæmi um
þessi orð eru:
(10) a haus, kjóll, melur, snúður, bor, maur,
fíll, stíll, litur, hlutur, limur, matur,
staður, bolur, selur, hamur
b bikar, kopar, pipar, kísill, kórall, urm-
ull, Baldvin
Svipaða sögu er að segja um þau 26 orð sem
ýmist eru endingarlaus eða enda á -/ nema hvað
þau eru öll einkvæð:
(11) liður, meiður, vinur, bátur, hnífur, laukur,
skápur, trúður
Þau orð sem enda í stofni á einföldu sam-
hljóði og hafa samkvæmt flokkun Valtýs alltaf
eða oftast endinguna -/ í þgf. et. eru hins vegar
um margt sérstök. I þeirra hópi er að finna
fjölda brottfallsorða eins og himinn og akw þar
sem síðara sérhljóð stofnsins fellur brott ef
beygingarending hefst á sérhljóði, t.d. #him-
in+ar# -+• himnar. Þarna eru líka orð sem
mynduð eru með viðskeytunum að og uð eins
og fatnaður og könnuður, fjölmörg sérnöfn auk
nokkurra /-hljóðvarpsorða eins og flötur og
þráður.
Hvernig horfir þetta við þgf.-brottfallinu,
hljóðbeygingarreglu þeirri sem fellir brott
þgf.-/? Þar virðist mér a.m.k. þrennt koma til
greina: í fyrsta lagi að setja þgf.-brottfallið
þannig fram að það verki aðeins á einkvæðu
orðin í (10)a og þau tvíkvæðu án brottfalls í
(10)b en hvorki á brottfallsorð eins og himinn
og akur, orð mynduð með viðskeytunum að og
uð, /-hljóðvarpsorð né sémöfn eða önnur þau
orð sem ekki missa þgf.-endinguna. Þessi lausn
virðist ekki fýsileg vegna þess hve erfitt er að
aðgreina þau orð sem eru endingarlaus (og regl-
an þarf að verka á) frá þeim sem hafa endingu í
þgf. et. A.m.k. er ljóst að framsetning reglunnar
yrði feykiflókin ef þetta væri mögulegt.
I öðru lagi er hægt að merkja þau orð sem
missa þgf.-endinguna (eins og dæmin í (10)) í
orðasafninu þannig að þgf.-brottfallið verki
ekki á þau. Þessi lausn virðist enn ófýsilegri
vegna þess að með því að merkja öll þessi orð í
orðasafninu er í raun og veru verið að segja að
þau séu óregluleg og að við þurfum að læra þgf.
þeirra sérstaklega. Það er hins vegar ekki að sjá
að dæmin í (10) séu neitt óregluleg, a.m.k. ekki
hvað varðar þgf. et.
I þriðja lagi er hægt að láta þgf.-brottfallið
verka á öll þau orð sem enda í stofni á einföldu
samhljóði en gera svo grein fyrir þeim sem enda
á -/ í yfirborðsformi á einhvern annan hátt.
Þessi lausn virðist einföldust, ekki síst vegna
þess að með henni er hægt að gera grein fyrir
því af hverju brottfallsorð eins og hamar endar
á -/ í þgf. en ekki orð eins og bikar þar sem ekki
verðurbrottfall:
39