Mímir - 01.05.1984, Side 40

Mímir - 01.05.1984, Side 40
(12) (15) #hamar# #bikar# grunnform 1 +- þgf.-ending hamar+i bikar+i i 1 +- brottfallsregla hamr+i bikar+i 1 1 <- þgf.-brottfall hamri bikar yfirborðsform í orðum eins og hamar bætist fyrst þgf.-ending- in við stofninn en síðan verkar brottfallsreglan vegna þess að beygingarendingin (þ.e. -/) hefst á sérhljóði. Þá er komið að þgf.-brottfallinu sem fellir brott þgf.-endinguna m.a. í orðum sem enda í stofni á einföldu samhljóði en vegna þess að nú endar stofninn ekki á einföldu samhljóði heldur samhljóðaklasa þá verkar reglan ekki. Hér skiptir ekki öllu máli hvort brottfallsreglan er venjuleg hljóðkerfisregla eða ekki, aðeins að hún verki á undan þgf.-brottfallinu. Með þess- um hætti er hægt að gera grein fyrir 91 brottfallsorði af þeim 198 orðum sem enda í stofni á einföldu samhljóði og missa ekki þgf.- endinguna (eða 46,0%). Dæmi um þessi brott- fallsorð eru: (13) kaðall, gaffall, engill, lykill, jökull, öngull, aftann, drottinn, Óðinn, jötunn, hamar, aldur, hlátur, Baldur, gróður Af þeim 107 orðum sem eftir eru í þessum hópi orða og ekki missa þgf.-endinguna eru 9 ,,/-hljóðvarpsorð“: (14) flötur, lögur, mögur, mjöður, þráður, ás(„goð“), spónn, sonur, dagur Þessi orð eiga það sameiginlegt með um 30 orð- um í dæmasafni Valtýs sem enda í stofni á samhljóðaklasa (t.d. köttur, björn og fjörður) að þegar beygingarending hefst á -/ veldur það breytingum á stofnsérhljóðinu, ,,/-hljóðvarpi“:7 7. /-hljóðvarp er fyrir löngu hætt að vera virk hljóðkerfiis- regla í íslensku en leifar þess lifa í málkerfmu og hvernig sem best er að lýsa þessum breytingum á stofnsérhljóðum orðanna, verða þær héreftir nefndar /-hljóðvarp. þgf. et., þf. ft.: #flöt+i # —>./7eti # þráð+i # -+ þrceði nf. ft.: # flöt+ir# ->fletir # þráð+ir# -+■ þrœðir Það eru a.m.k. tvær leiðir til að lýsa þessu: Þau orð sem hér um ræðir eru nokkuð lokaður hóp- ur (tæpast bætast við hann nokkur ný orð) sem hefur sérstæð sérhljóðavíxl í stofni. Flest orðin eru þannig að stofnsérhljóðið er a ef -a er einnig í endingu, t.d. flatar, e eða / ef -/ er í endingu, t.d. fleti, annars er stofnsérhljóðið ö, XA.flötur. Þessi víxl verður að læra sérstaklega, þau eru ekki fyrirsegjanleg. Þegar við lærum orð eins og flötur eða köttur merkjum við þau sérstaklega í orðasafninu þannig að í þeim verða þessi sér- hljóðavíxl. Á sama hátt mætti hugsa sér að þau séu merkt sérstaklega þannig að þgf.-brottfallið verki ekki á þau. Sennilegra þykir mér þó að einhvers konar hamla komi í veg fyrir að þgf.-brottfallið verki eftir að /-hljóðvarpið hefur breytt stofnsérhljóð- inu. Ef /-hljóðvarpið er einhvers konar sér- hljóðasamræmi þá er ekki ósennilegt að þgf,- brottfallið verki ekki eftir að /-hljóðvarpið hef- ur verkað. Fyrst bætir beygingarreglan (5) þgf.-/ við stofninn og síðan verkar /-hljóðvarpið (í þeim orðum sem þannig eru merkt í orðasafn- inu) til að „samræma“ stofnsérhljóðið og þgf.-/. Ef nú á að fara að fella endinguna brott þá skap- ast ósamræmi því að stofnsérhljóðin e og / koma ekki fyrir í þessum orðum nema -/ sé í endingu: (16) # flöt+i # # kött+i # stofn + þgf.-ending 1 1 <-/-hljóðvarp flet+i kett+i 1 1 <—þgf.-brottfall flet+i kett+i 1 1 fleti ketti yfirborðsmynd 40 i

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.