Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 40

Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 40
(12) (15) #hamar# #bikar# grunnform 1 +- þgf.-ending hamar+i bikar+i i 1 +- brottfallsregla hamr+i bikar+i 1 1 <- þgf.-brottfall hamri bikar yfirborðsform í orðum eins og hamar bætist fyrst þgf.-ending- in við stofninn en síðan verkar brottfallsreglan vegna þess að beygingarendingin (þ.e. -/) hefst á sérhljóði. Þá er komið að þgf.-brottfallinu sem fellir brott þgf.-endinguna m.a. í orðum sem enda í stofni á einföldu samhljóði en vegna þess að nú endar stofninn ekki á einföldu samhljóði heldur samhljóðaklasa þá verkar reglan ekki. Hér skiptir ekki öllu máli hvort brottfallsreglan er venjuleg hljóðkerfisregla eða ekki, aðeins að hún verki á undan þgf.-brottfallinu. Með þess- um hætti er hægt að gera grein fyrir 91 brottfallsorði af þeim 198 orðum sem enda í stofni á einföldu samhljóði og missa ekki þgf.- endinguna (eða 46,0%). Dæmi um þessi brott- fallsorð eru: (13) kaðall, gaffall, engill, lykill, jökull, öngull, aftann, drottinn, Óðinn, jötunn, hamar, aldur, hlátur, Baldur, gróður Af þeim 107 orðum sem eftir eru í þessum hópi orða og ekki missa þgf.-endinguna eru 9 ,,/-hljóðvarpsorð“: (14) flötur, lögur, mögur, mjöður, þráður, ás(„goð“), spónn, sonur, dagur Þessi orð eiga það sameiginlegt með um 30 orð- um í dæmasafni Valtýs sem enda í stofni á samhljóðaklasa (t.d. köttur, björn og fjörður) að þegar beygingarending hefst á -/ veldur það breytingum á stofnsérhljóðinu, ,,/-hljóðvarpi“:7 7. /-hljóðvarp er fyrir löngu hætt að vera virk hljóðkerfiis- regla í íslensku en leifar þess lifa í málkerfmu og hvernig sem best er að lýsa þessum breytingum á stofnsérhljóðum orðanna, verða þær héreftir nefndar /-hljóðvarp. þgf. et., þf. ft.: #flöt+i # —>./7eti # þráð+i # -+ þrceði nf. ft.: # flöt+ir# ->fletir # þráð+ir# -+■ þrœðir Það eru a.m.k. tvær leiðir til að lýsa þessu: Þau orð sem hér um ræðir eru nokkuð lokaður hóp- ur (tæpast bætast við hann nokkur ný orð) sem hefur sérstæð sérhljóðavíxl í stofni. Flest orðin eru þannig að stofnsérhljóðið er a ef -a er einnig í endingu, t.d. flatar, e eða / ef -/ er í endingu, t.d. fleti, annars er stofnsérhljóðið ö, XA.flötur. Þessi víxl verður að læra sérstaklega, þau eru ekki fyrirsegjanleg. Þegar við lærum orð eins og flötur eða köttur merkjum við þau sérstaklega í orðasafninu þannig að í þeim verða þessi sér- hljóðavíxl. Á sama hátt mætti hugsa sér að þau séu merkt sérstaklega þannig að þgf.-brottfallið verki ekki á þau. Sennilegra þykir mér þó að einhvers konar hamla komi í veg fyrir að þgf.-brottfallið verki eftir að /-hljóðvarpið hefur breytt stofnsérhljóð- inu. Ef /-hljóðvarpið er einhvers konar sér- hljóðasamræmi þá er ekki ósennilegt að þgf,- brottfallið verki ekki eftir að /-hljóðvarpið hef- ur verkað. Fyrst bætir beygingarreglan (5) þgf.-/ við stofninn og síðan verkar /-hljóðvarpið (í þeim orðum sem þannig eru merkt í orðasafn- inu) til að „samræma“ stofnsérhljóðið og þgf.-/. Ef nú á að fara að fella endinguna brott þá skap- ast ósamræmi því að stofnsérhljóðin e og / koma ekki fyrir í þessum orðum nema -/ sé í endingu: (16) # flöt+i # # kött+i # stofn + þgf.-ending 1 1 <-/-hljóðvarp flet+i kett+i 1 1 <—þgf.-brottfall flet+i kett+i 1 1 fleti ketti yfirborðsmynd 40 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.