Mímir - 01.05.1984, Síða 41
Ef þgf.-brottfallið verkaði á eftir /-hljóðvarpinu
kæmu fram orðmyndir með e og / í stofni en
ekkert -i í endingu, þ.e. *flet, *kett, og þannig
skapaðist ósamræmi vegna þess að í þessum
orðum er ö í stofni ef og aðeins ef hvorki -i né -a
eru í beygingarendingu. Það er því sennilegt að
það sé þessu sérstæða sérhljóðasamræmi „að
kenna“ að áðurnefnd níu orð enda í þgf. et. á -i
þótt stofnar þeirra endi á einföldu samhljóði,
þ.e. að þgf.-brottfallið verki ekki á þau vegna
þess að það myndi raska þessu samræmi. í orð-
um sem enda í stofni á samhljóðaklasa, eins og
kötlur, Ieggst sérhljóðasamræmið (/-hljóðvarp-
ið) á sveif með samhljóðaklasanum við að við-
halda þgf.-endingunni.8
Þá eru eftir 98 sem hvorki eru brottfalls- né
/-hljóðvarpsorð af þeim 198 sem enda í stofni á
einföldu samhljóði en missa ekki þgf.-ending-
una, þ.e. undantekningar frá þgf.-brottfallinu
sem ekki er hægt að rekja til hljóðkerfis- eða
hljóðbeygingarreglna. Þegar þessi orð eru borin
saman við þau 192 orð sem eru endingarlaus, er
ekki augljós neinn sá munur á stofngerð þeirra
sem valdið gæti mismunandi hegðun þeirra
gagnvart þgf.-brottfallinu, hvorki er varðar
endahljóð stofnsins né stofnsérhljóðið. Þó er
tvennt sem sker sig nokkuð úr hvað varðar þau
orð sem ekki missa þgf.-endinguna:
Annars vegar eru tvíkvæð orð sem mynduð
eru með viðskeytunum að og uð eins og fatnað-
ur og söfnuður, alls 30 orð hjá Valtý. Dæmi um
þess konar orð eru:
(17) getnaður, hagnaður, iðnaður, kostnaður,
sparnaður, vefnaður, frömuður, könnuð-
ur, mánuður, söknuður
E.t.v. mætti hugsa sér þá skýringu á hegðun
þessara orða að þgf.-brottfallið verkaði á ein-
hvern hátt öðruvísi á tvíkvæð orð en einkvæð
eða þá að það verkaði síður á orð sem enda í
8. Það sem sagt hefur verið hér að ofan á einnig við um orð
með á og ó í stofni, t.d. þráöur og spónn, en þar kemur œ
fyíir í stofni ef -;'er í endingu (sbr. dæmi (15)), annars á/ó.
stofni á tannbergsmæltu önghljóði. Þessarskýr-
ingar virðast ekki standast því að bæði eru til
mörg tvíkvæð orð sem alltaf eru endingarlaus í
þgf. et., t.d. bikar, vesír og urmull (Valtýr nefnir
tæplega 40 slík orð), og einnig eru fjölmörg
dæmi þess að orð sem enda í stofni á einföidu
tannbergsmæltu önghljóði séu endingarlaus í
þgf. et., t.d. kliður, sauður, snúður o.fl. Þar sem
eðlileg skýring á hegðun orða eins og fatnaður
og söfnuður er ekki sjáanleg verður að gera ráð
fyrirað þau séu merkt í orðasafninu á þann hátt
að þgf.-brottfallið verki ekki á þau. Vegna þess
hve samstæða heild þessi orð mynda (öll tví-
kvæð, mynduð með viðskeytunum að og uð) er
ekki víst að merkja þurfi hvert orð fyrir sig
heldur að geyma megi þessar upplýsingar með
viðskeytunum í orðasafninu.
Elins vegar eru það sémöfnin sem skera sig
úr. Af þeim 98 orðum sem enda í stofni á ein-
földu samhljóði og enda á -/ í þgf., en eru hvorki
brottfalls- né /-hljóðvarpsorð, er 51 sérnafn (eða
25,8% af heildarfjöldanum 198 orðum). Hins
vegar eru sémöfnin aðeins 19 (eða 10%) af þeim
192 orðum sem enda á einföldu samhljóði og
missa þgf.-endinguna. Nú hegða sérnöfn sér
oftlega öðruvísi en „venjuleg“ samnöfn, t.d.
bæta þau ekki við sig ákveðnum greini og eru
sjaldnast notuð í fleirtölu, en þessi óvenjulega
hegðun þeirra stafar sennilega af merkingarleg-
um orsökum. Það eru hins vegar einnig til
dæmi þess að sémöfn hegði sér afbrigðilega
gagnvart hljóðkerfis- og hljóðbeygingarreglum
og verða nefnd hér tvö slík:
í fyrsta lagi verkar áðurnefnd brottfallsregla
mjög misjafnlega á sémöfn og kemur þar þrennt
til greina:
a) ekki brottfall og þgf.-/ fellur ekki brott:
Gunnar+i
b) ekki brottfall og þgf.-/ fellur brott: Hug-
in+0, Munin+0
c) brottfall og þgf.-/ fellur ekki brott: Þrán+i,
Baldr+i
í öðru lagi bæta sum sémöfn ekki við sig end-
ingu í nf. et„ t.d. Jón en ekki *Jónn, sbr fónn og
41