Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 47
aðrar skoðanir en fjöldinn, á enga samleið með
hinum venjulegu smáborgurum. Urriði vill
ekki vera eitt af tannhjólunum sem sameigin-
lega halda stóra hjólinu gangandi. Enda kemur í
Ijós að allt gengur sinn vanagang án hans.
Existentialistar telja að óræðir þættir og
dulúð séu svo ríkjandi í manninum að hann
geti á engan hátt lotið þeirri röklegu fastþundnu
tilveru sem ríkjandi samfélagsform er:
Samkvæmt einhverri kaldri og ómannlegri rök-
fræði mátti sjálfsagt sýna fram á að það væri
ástæðulaust að hræðast. En sálin var hvorki köld
né ómennsk og laut ekki rökfræði nema stundum.
(119)
í þessu sambandi má minna á tvær staðhæf-
ingar, sem jafnframt eru þversögn. Þær birtast
oft og einatt í verkum existentialista. Sú fyrri er
skilyrðislaus trúnaður mannsins við vitsmuni
sína og Iífsreynslu og sú seinni að skynsemin
geri lífið óbærilegt.4 5
Hlutskipti Urriða endurspeglast í þessari
þversögn. Frelsun hans er fólgin í dauðanum,
líf hans er óbærilegt. Aðrar persónur bókarinn-
ar lifa í blekkingunni — sem gerir þeim lífið
bærilegt. Þessi andstæða er mjög mikilvægt
atriði í bókinni og undirstrikar höfundur hana
með titlinum Þetta var nú í fylliríi, afsökun
manneskju þegar hún gerði það sem hana lang-
aði til en átti ekki að gera.
Að lifa í blekkingunni er að afneita eðli sínu.
Sigrún lifir af skv. reglu Darwins, „the survival
of the fittest". Hún fylgir með — kann að um-
gangast fólk en án eigin sannfæringar. Hún
„málaði andlit á vegg . ..“5l
... svo þær urðu að segja henni hvað hefði ver-
ið svona fyndið. Það var einhver brandari en hún
hafði heyrt hann svo oft að hann var hættur að
vera fyndinn. Hún hló samt. (111, lbr. mín).
Samtal fulltrúans og Dabba, eftir Iát Urriða
skýrir að hluta til áðurnefnda andstæðu: blekk-
ing — sannleikur.
4 Hugtök og heiti... „Existensialismi".
5 Steinn Steinarr, „Sjálfsmynd" bls. 130.
En úr því þú talar um að eitthvað hafi farið á
skjön get ég sagt þér að það er til nokkuð sem heit-
ir hæfileiki til að lifa ...
Venjulegur heimskingi sem leggst í fyllirí og vit-
leysu er hættulaus. Það er sá sem er hættulegur
blekkingunni sem verður að þagga niður í.
Skil ekki, hreytti fulltrúinn út úrsér.
Það verður alltaf að vera einhver blekking.
Fulltrúinn stóð upp.
Þurfum við að fara að vonskast núna? (148)
Dabbi skilur Urriða, hann ásamt Sigrúnu
gerir sér grein fyrir aðstöðu manneskjunnar.
Þau eru meðvituð, og ef til vill þess vegna
óhamingjusöm. Fulltrúinn er dæmigerður fyrir
þá sem lifa sjálfvirkt og ógagnrýnið, lifa í blekk-
ingunni.
Urriði er vonlaus. Vegna villu sinnar hafnar
samfélagið honum svo hann nær sér ekki á strik
aftur, þrátt fyrir góðan vilja. Hvað er til ráða?
Hann telur sjálfur lausnina fólgna í því að finna
sjálfan sig.
Þú veist ég er að flýja. Mér finnst ég óöruggur
og utangátta, allir aðrir kaldir og tillitslausir.
Samt er þetta líf. Eg er ekki tilþúinn að fleygja því
frá mér. Kannski eru það hinir sem hafa rétt fyrir
sér, þá er að reyna að skilja það. Ég lít á þetta þull
um turnherbergið sem próf, eins konar gildru. Ef
ég þori ekki að bjóða hindurvitnunum byrginn
þá... (53).
Óvissan og efinn eru ríkjandi. Hann er ekki
einu sinni sannfærður um réttmæti eigin skoð-
ana og tilfinninga. Gátan sú sem þurfti ráðning-
ar við var „Hvort hann átti einhverja samleið
með heiminum?" (67) — og „hann vissi hver
yrði að víkja ef útkoman yrði í mínus“ (s. st.).
Hann yrði að eiga samleið með heiminum. í
þessu eins og reyndar allri bókinni felst hörð
samfélagsádeila. Það er ekki samfélagið sem
lagar sig að þörfum einstaklingsins — heldur
verður einstaklingurinn að Iaga sig eftir samfé-
lagsforminu.
Hvers vegna var lausn Urriða einungis fólgin
í dauða — tortímingu? Hann taldi sér trú um að
turnherbergið væri einskonar inntökupróf og
„Hann vildi ekki viðurkenna það en hann var
hræddur" (67). Hefði hann viðurkennt hræðslu
47