Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 48

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 48
sína hefði ef til vill allt farið á annan veg. En sjálfsöryggið var ekkert þótt hann vildi leyna því. Hann hafði ekki aðeins misst trúna á heim- inn, heldur einnig á sjálfan sig. En verst var að hann vildi ekki aðeins flýja og fela sig frá heim- inum, hann var líka að flýja sjálfan sig. Að leita sjálfs sín og flýja sjálfan sig fer ekki saman. I því er tortíming Urriða m.a. fólgin. Þessu yrði hann að ráða sjálfur fram úr, og hann vissi sem var að það var enginn til hjálpar. Ekkert sem gaf honum svar við spurningunni um að vera eða vera ekki. Hann var einn um þessa ákvörðun og ekki að vænta hjálpar frá nein- um. (68) Klofin sjálfsvitund er eitt megineinkenni módemismans. Klofning þessi þirtist í goðsögn- inni um Janus, sá hafði tvö andlit og snéri ann- að fram og hitt aftur. Andlitin tvö voru annars- vegar yfirborðið — og hins vegar hið villimann- lega sem táknaði djúpið í mannlegri vitund. Janusargoðsögnin sýnir okkur andstæðuna: maður — menning. Ef maðurinn gefur sig hinu tryllta á vald er hann um leið að tortíma sjálf- um sér. Eins og áður er sagt er vitund Urriða klofin. Það kemur skýrt fram í draumum/mar- tröðum hans: Hugsunin var ennþá skýr, en hann var bara syfjaður. Það var eitthvað inní höfðinu á honum sem reyndi að ná valdi yfir vitundinni, eitthvað sem dró hann burt frá þessum stað og þó samtímis ennþá nær honum. Ennþá lengra inní þetta óþægilega andrúmsloft, hann vissi ekki hvert... Hann hætti að geta hugsað. Gerði örvæntingar- fullar tilraunir til að hafa sig ofan af því að það væri ekki allt í lagi. En hann gat ekki stjórnað því... Það var svo oft sem hann var reiður útí sjálfan sig fyrir að vera eins og hann var. Skamm- aðist sín fyrir það en tók sig stundum á og skammaðist sín fyrir það líka. Það var eitthvað inní höfðinu á honum sem var ekki hann sjálfur og hann réð ekki við það. Samt var honum verst við þá hugsun að kannski væri hann sjálfur þetta fyrirbæri inní hugskotinu en allt hitt bara sjálfsefj- un til að þóknast einhveiju eða einhverjum (34). Hér birtist eins og í sögum Gunnars Gunn- arssonar hinn mikli harmleikur persónanna sem „er ekki síst í því fólginn að þær hafa ekki vald yfir hugsunum sínum og gjörðum."6 “Ástin er dóttir vonarinnar og móðir örvænt- ingarinnar“ er haft eftir Unamuno, spönskum ^ heimspekingi. Þessi spaklega staðhæfing á eink- ar vel við samband og samskipti Urriða og Sig- rúnar. í huga hans var lífið „ekki lengur til nema í mynd þessarar konu“ (97). Hennar vegna og ástarinnar vildi hann lifa. En einnig hennar vegna missti hann alveg trúna á sjálfan sig og framtíðina: Því lengur sem hann umgekkst hana fannst honum hann smækka og eymd sín verða meiri. Tillitssemin hennar varð smám saman óþolandi, niðurlægjandi. Og loksins varð hann svo smár að hann gat farið að hugsa eins og maður laus við blekkingar og sjálfsvorkunn. Villigatan var á enda. Hún hafði bakað honum dauðans angist og alið með honum hræðslu og óöryggi. Svo það litla sem hafði verið eftir af honum sjálfum var horfið, týnt, og ekkert komið í þess stað. Og þetta hafði hann kallað inntökupróf. Hann hefði betur hlust- aðá fuglana. (100) ^ Urriði hefur tekið sína ákvörðun. Hann og lífið áttu ekki samleið. Maður sem týnt hefur sjálfum sér er ekki maður lengur, þrátt fyrir ástina sem hann ber í brjósti. En hvað er lífiö í huga Urriða? Það var orðið honum þjáning, og dauðinn hin eftirsótta Iausn frá lífinu. En dauðinn var einnig kvíðvænlegur vegna efans og óvissunnar. Hvað tekur við? Angist hans er allsráðandi, lífið er þjáning og dauðageigurinn ógnvekjandi, hann ... óskaði þess að biðin eftir dauðanum tæki fljótt enda. tilgangur gistingarinnar var löngu gleymdur. Það komst ekkert að lengur nema hræðslan við þetta eina. (99) Hve einföld lausn er lausn kristinnar trúar, trúin á paradísarvistina. En Guð er dauður fyrir lifandi löngu, — og hver er þá tilgangurinn með * gistingunni á hótel jörð? I hugskoti Urriða virðist þó blunda einhver 6 Mynd nútímamannsins b\s. 130. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.