Mímir - 01.05.1984, Side 49

Mímir - 01.05.1984, Side 49
von eða trú, sem hann sjálfur gerir sér litla grein fyrir. Hjá Urriða var leysingin tákn dauðans. Hann yrði laus úr fjötrum kvíðans en framtíðin sem hann hafði fryst mundi þiðna og brosa við honum hinum megin við skil lífs og dauða. í rauninni hafði honum oft fundist þetta líf ekki vera annað en bið. Svolítill stans á rauðu ljósi. (97) Þegar Urriði lagði af stað yfir mýrina var hann sjálfur búinn að dæma sig til dauða (sjá bls. 102). Hvað sem svo olli dauða hans er ekki gott að vita, en honum virðist hafa orðið að ósk sinni, hann var laus, laus úr íjötrum kvíðans og þjáningarinnar. Augun störðu upp í himininn, Qarræn og laus við þjáninguna, sem oftast var þar leynd eða ljós. Hann hrökk við undan augnaráðinu. Hann hafði búist við skelfingu eða örvæntingu í svipnum og fannst friðurinn í hverjum drætti hafinn yfír allt mannlegt. (136) Áður en að lokurn líður, þykir mér ástæða til að líta á form sögunnar, stíl og myndmál. Full- yrða má að næstum ómögulegt sé að gera sög- unni einhver skil án þess, sagan stendur og fell- ur með byggingu sinni, ekki síður en efnisval- inu. umst fortíð Urriða gegnum hugsanir og drauma; sem oft eru (eins og draumum er gjarnt) úr röklegu samhengi. Verkið fær á sig súrrealískan blæ, myndir svífa hjá hver af ann- arri, úr takt við tíma og atburðarás. Sjálfstæð stutt frásögn brýtur einnig upp hinn raunsæislega frásagnarhátt. Frásögn þessi myndar umgjörð verksins og fjallar um hið al- genga yrkisefni íslenskra smásagna fyrri ára; maður fer villur vega og kemst í hann krappan, í aftakaveðri á heiðum uppi. Frásagnirnar báð- ar hringast, enda í upphafspunkti sínum. Meg- insagan hefst á því að fólkið keyrir burt úr upp- lýstri borginni, inn í myrkrið: Sortinn var ekki lengur framundan. Þau voru komin inn í hann svo þau sáu lítið út um gluggana annað en veginn og auðnina sem hann skar. (11) Að sögulokum liggur leiðin inn í borgina aft- ur, úr myrkrinu, inn í ljósin. Ákveðið samræmi er milli veður/umhverfis- lýsinga og persónulýsinga. Sortinn er ekki síður í sál persónanna en í umhverfinu. Og veður- hamfarimar og ofsinn endurspeglast í sál per- sónanna. Samspil manns og náttúru er algengt í verkum existentialista. Maðurinn er svo ósköp smár og vanmáttugur gagnvart hinum ógnvæn- legu og óútreiknanlegu náttúruöflum. IH.Form og efni: ein órofa heild. Sögusvið verksins er samdrykkja ungs fólks í gömlu húsi uppi í sveit, á sjálfum jólunum. Inn í aðalatburðarásina fléttast svo saga Urriða. Sögusvið sem þetta er algengt í bókum, leikrit- um og kvikmyndum, eins og reyndar bent er á í bókinni: Það er eins og allt þetta fólk vilji votta samúð sína vegna sumars sem er að hverfa og drauma sem ef til vill deyja með því og koma ekki aftur. Það skilur þig af því það sér sinn eigin sársauka í augunum á þér. (38) Höfundur notar þetta stílbragð á laglegan hátt, árstíðirnar tákna hugarástand mannsins, vonir hans og vonbrigði: Þið vitið það að svona samkundur eins og þessi eru algengar í bókum og þar enda þær oftast með því að það drepur einhver einhvem. (26) Frásagnarháttur meginsögunnar er hinn breiði raunsæislegi frásagnarháttur. Þegar lýst er hugarheimi Urriða gegnir öðru máli, þar rofnar hin raunsæislega frásögn og við kynn- Kannski var haustið ekki annað en jarðarför sumarsins, tími án annars tilgangs en vekja upp gamlan kvíða. Jarðarför þeirrar undarlegu árstíð- ar sem menn kalla sumar og þrauka hvern vetur- inn af öðrum til að upplifa. Og oftar en ekki sner- ist það sem þeir lifðu fyrir gegn þeim og hafði ekki annað að færa en rigningu og drunga. En samt héldu þeir áfram að þrauka og sáu sólskinsblett langt handan við myrkrið. (38) 49

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.