Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 51

Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 51
Einhversstaðar niðrí mýrinni var hrafn og lét ófriðlega. (133) Hrafninn sat á steini og blakaði vængjunum. % Hann hélt áfram að garga en lyfti sér svo til flugs og stefndi til ijallsins. (135) Örlögin voru ráðin, Urriði látinn og hlut- verki hrafnsins lokið. Þótt hrafninn sé mikilvægt tákn í sögunni er langt í frá að hann sé eina táknið. Áður hef ég minnst á táknrænt umhverfi og veðurfar, ljósið í mýrinni o. fl. Einkenni á táknanotkun höf- undar er hve vel þau falla inn í söguefnið og at- burðarásina. Þau hafa ntörg hver einnig afar víða og djúpa skírskotun, bera reyndar vitni um, eins og skáldverkið allt, þaulhugsuð og skipulögð vinnubrögð og hæfileika höfundar- ins. Eitt dýpsta tákn sögunnar er taflið, sem sýnir líf og aðstöðu Urriða í hnotskurn: Urriði hafði svart, varðist og sóttist ekki eftir frumkvæði. Þeir töluðust ekki við, það hæfði ekki ^ leiknum .... Staðan var flókin svo hvorugur gat áttað sig á henni. (29) Urriði hafnar ráðum Sigrúnar, því þeim fylgdi að hann: tæki frumkvæðið í sínar eigin hendur, það var verra ... (29) Taflið fór í bið. Seinna þegar Urriði er að öllum líkindum látinn, skoðar Lýður taflið. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi sigrað — vegna þess að svartur hafði leikið af sér. Hann átti svo helvíti góðan leik þarna rétt áður. Menn eru misslungnir. (117) Turnherbergið virðist vera eins konar vendi- punktur í tilveru Urriða. í upphafi byggir hann von sína á því en að lokum gerir hann sér grein j fyrir að það á sinn þátt í tortímingu hans. í verkum existentialista er þessum tilfinningum oft stillt upp hlið við hlið, voninni og örvænt- ingunni. Turnherbergið og orð gamla mannsins á banabeði: „Sá sem gistir turnherbergi verður að deyja“, (51) skapa sögunni vissa dulúð. Okk- ur er í sjálfsvald sett að ákveða hvað olli dauða Urriða. í bókmenntum er turn oft eins konar vígslu- tákn, Urriði líturá ... þetta bull um turnherbergið sem próf, eins konar gildru. Ef ég þori ekki að bjóða hindurvitn- unum byrginn þá ... (53) Vígslan er inntaka Urriða inn í samfélagið, leið- in inn á beinu brautina sem hann villtist af. En margt fer öðruvísi en ætlað er. í draumi Urriða (bls. 55) ferðast hann í lest: ... varð að dyn þessarar undarlegu lestar sem brunaði með hann afturábak um draum sem var veruleiki. En hann var einn í þessari lest. Engir samferðamenn til að skvaldra og trufla einsemd- ina sem er móðir þagnarinnar. (55) Lest er algengt tákn í verkum módernista og þá einkum í ljóðum. Til dæmis má nefna Ijóðið Hin mikla lest1 eftir Stein Steinarr sem hefst á þessu erindi: Hin mikla lest, sem alltaf framhjá fer hún flytur samt sem áður burt með sér sem fanga í luktum vagni vitund þína Lestin er tengd hjólinu sem oft er tákn eilífðar- innar. Þessi þungi sláttur, var hann þá ekki samræða hjólsins og teinanna? ... Trumbusláttur í myrk- viðnum? Hátíð innvígðra í reglu viskunnar? ... þyljandi ... launsagnirmorgunroðans(55) Enn er á ferðinni einhvers konar vígslutákn. Höfundur stillir upp andstæðu þess tónfalls sem myndast í samspili hjóls og teina og tónlistinni úr plötuspilaranum; andstæða draumsins og veruleikans. Þrátt fyrir þessa andstæðu er skyld- leiki sem felst í síbyljunni. Urriði getur ekki alltaf greint í sundur draum og veruleika, allt rennur saman og veldur martröð, í vöku og svefni. 7 Steinn Steinarr, bls. 205. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.