Mímir - 01.05.1984, Side 52

Mímir - 01.05.1984, Side 52
Sterkt einkenni á verkinu í heild er síbyljan, hringurinn, endaleysið, eilífðin. Eins og áður er sagt er hinn raunsæislegi frá- sagnarháttur brotinn upp af sjálfstæðri frásögn um villtan ferðamann á heiðum uppi. Kaflamir ... spegla með táknrænum hætti meginsöguna ... Þessi frásögn treystir mjög byggingu verksins og gefur sögu Urriða jafnframt dýpt8 Maðurinn og Urriði eru ef til vill sama per- sónan — en samt ólíkir. Hér er kannski einnig um að ræða Janusar myndina sem minnst er á í kafla II hér að framan. Heiðamaðurinn virðist leiddur villur vega af einhverskonar skugga- manni, ærið dulúðugum, Verkið fjallar um tilvistina og andstæðurnar í lífi mannsins, þessar andstæður sem existentia- Iistar eiga svo bágt með að samræma. Ef til vill má segja að andstæður þessar birtist á eftirfar- andi hátt í verkinu: Maður 1) einstaklingur i óræði, rökleysa 2) Draumur 3) Sannleikur (að vera sjálfur sér trúr og lifa skv. því). 4) Urriði. Menning samfélag ' I stefnufesta, rökvísi Veruleiki Blekking (að vera ótrúr eigin vitsmunum og lifa sjálfvirkt). Fulltrúinn. ... fannst sem maður færi fyrir sér í sortanum og liti jafnan um öxl ef sundur dró. Ekki gat hann glöggvað sig á útliti hans en þótti kyn að hann gekk uppréttur þótt óstætt væri. (82) Síðan hverfur skugginn sjónum en heiða- maðurinn stendur á gilbarmi og sér að hann hefur villst af leið, og kemst af. í sögulok greinir hann bæjarljós, ljós hússins þar sem lík Urriða hvílir. Reyndar vitum við ekki hvort hann kemst af — og hvað gerist. Mætir hann líki sjálfs sín? — Eða deyr hann líka. Með þessari mótsögn splundrast hinn realíski heimur sög- unnar og hún endar í spurn. Lesandinn verður sjálfur að reyna að túlka — og ráða gátuna. Ýmis fleiri tákn eru í sögunni, smá og stór. Nafnið Urriði beinir huganum að orðatiltækinu „að vera eins og fiskur á þurru landi“ og á það vel við um nútímamanninn og villu hans. IV Lokaorð: Aðalviðfangsefni mitt í þessari grein hefur verið tilvistarkreppa Urriða og formgerð verks- ins í heild; hinir samvöfðu og órjúfanlegu aðal- þættir bókarinnar. 8 M.V.S. Ritdómur í £>F28. 12. 1982. En hver er lausnin fyrir mann eins og Urriða? Hann velur dauðann en hvers vegna var það eina lausnin? Útskýring hans sjálf er á þessa leið: Og hann hafði viljað snúa til baka og haldið sig geta unnið sér og skoðunum sínum tilverurétt um leið. En jafnt hann sjálfur sem samfélagið höfðu staðið í veginum. Hann þekkti ekki sjálfan sig, lét blekkjast og varð sinn eiginn djöfull. En hann lærði á því svo það kom ekki að sök. Og loksins þegar hann hafði fundið rétta braut, leið út úr ógöngunum, kom hann að óyfirstígan- legri hindrun: áliti fólksins ... Hann hafði sjálfur móðgað heiminn og heimurinn réð sjálfur stað og stund sinnar fyrirgefningar. Svo honum nýttist ekki það sem honum hafði lærst, biturleikinn varð þroskanum yfirsterkari. (102) Heimildir: Jakob Benediktsson (ritstjóri). Hugtök og heiti i bókmennta- frceði. Mál og menning. Rvk. 1983. Matthías V. Sæmundsson. Mynd nútímanannsins. Studia Islandica. Menningarsjóður. Rvk. 1982. - Ritdómur - DK29/12 1982. — „Skáldsaga á tímamótum". Storð, 2. tbl. Rvk. 1983. Ómar Þ. Halldórsson. Þetta var nú ífyllirii. Hinir og þessir 1982. Silja Aðalsteinsdóttir. „Ég og þú sem urðum aldrei til“. Skirnir 1981. Rvk. 1981. Steinn Steinarr. Kvœðasafn og greinar. Helgafell. Rvk. 1964. Sveinbjörn I. Baldvinsson. „Sjaldséðir hvítir hrafnar." Rit- dómur. Mbl. 14/1 1983.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.