Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 62

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 62
STARFSANNÁLL MÍMIS 1982-1983 Eins og oft er um stjórnir setti kjörin stjórn Mímis fyrirárið 1982 — 1983 sér ýmis fögurfyr- irheit, er skyldu framkvæmast í stjórnartíð hennar. En heldur varð hljótt og fátt um hin fögru fyrirheit og lentu flest þeirra í glatkist- unni. Skal ekki ijölyrt um ógerða hluti en tekið til við að rekja þá gerðu. Skemmtanahald var allt samkvæmt hefð. Lögðu stjórnarmeðlimir sig mjög í líma við að allar skemmtanir Mímis væru bundnar göml- um hefðum, siðum og venjum. Allt skemmt- anahald á vegum félagsins lenti á stjórninni, þar sem upp kom mjög dularfullt mál. Skemmti- nefnd sú er kosin var á aðalfundi félagsins haustið ‘82 hvarf! Nefndu sumir þennan atþurð „Dularfulla skemmtinefndarhvarfíð“. Að vísu barst sú njósn að nefndin hefði misskilið hlut- verk sitt og verið í því að skemmta sjálfri sér, í stað þess að skipuieggja skemmtan annarra Mímisliða. Kraftakvöld var haldið um haustið og var að nokkru helgað því að 175 ár voru liðin frá fæð- ingu Jónasar Hallgrímssonar. Þórarinn Frið- jónsson las ljóð og Grasaferð var flutt í leikgerð Arnars Björnssonar og Erlings Sigtryggssonar. Jólarannsóknaræfing var haldin með tilheyr- andi látum. Kristinn Kristmundsson skóla- meistari á Laugavatni flutti erindi kvöldsins: „A,ð afla til búsins á vestfirsku. Hugleiðing út frá Sturiungu.“ Þorrablót félagsins var haldið um miðja Góu. Kom það lítt að sök nema fyrir þá, sem hafa sérlegt dálæti á súrum og skemmdum mat, þar sem ekki var þorramatur á borðum. Silja Aðal- steinsdóttir var heiðursgestur kvöldsins. Að vori var farið í ferð upp í Borgarfjörð. Heilsað upp á Egil, Snorra og fleiri undir leið- sögn Sveins Skorra Höskuldssonar. Eins og alltaf í ferðum Mímis var „mikið gaman“, sérlega þó, er rútunni var snúið til heimferðar. Um haustið var flengst vestur í Dali á slóðir 4 Laxdælu. í þetta skiptið var fararstjóri Þórður Hclgason. Minnast menn þess helst úr þessari ferð að veður var heldur vont og að farkosti Mímisliða varð skreipt á svellinu og lenti utan vegar. Óhapp þetta kom þó ekki að sök og voru menn hressir að vanda. Tveir almennir félagsfundir voru haldnir um veturinn. Annar um námið í íslensku þ.e. til- högun 90 e. náms til B.A. prófs í íslensku. Hinn fundurinn var um Ijármál Háskóla Isiands. Voru þetta fámennir fundir. Haustið 1983 ákvað stjórnin að halda kynn- ingarfund í Stúdentakjallaranum fyrir I. árs nema. Jafnframt voru nemar af öðrum árum velkomnir. Varð þetta heldur fámennur fund- ur. Þrír nemar á l. ári mættu, auk nokkurra af öðrum árum. Útgáfa á vegum Mímis var þessi heist: Síma- skrá kom út í Iok nóvember. í tilefni 175 ára fæðingarafmælis Jónasar Hallgrímssonar var t gefin út smábæklingur. Um hann sáu Páll Vals- son og Haukur Hannesson. Hallgrímur Helga- son myndskreytti. Söngbók Mímis, Tumma kukka, var endurprentuð. Mímir, blað stúdenta í íslenskum fræðum kom út og var það nr. 30 (21. árg). Eitt af hinum fögru fyrirheitum stjórnar, sem komst að einhverju marki til framkvæmda, var að birta fundargerðir stjórnar á auglýsingatöflu í Á308. Átti það að vera liður í þeim áformum stjórnar að ná til hins almenna nemanda, sem gæti fylgst með störfum stjórnar með þessu móti. Fékk hinn almenni nemandi nóg lesefni þennan vetur, því stjóm Mímis var með ein- dæmum fundaglöð. Þegar stjórn ársins 1982—1983 leit yfir „afrek“ sín þennan vetur, verður að játast að hún sæmdi sjálfa sig ekki fálkaorðu fyrir frammistöðuna. En ef litið er yfir annál þennan er hann síst magrari en annálar undanfarinna ára. Að lokum má kannski geta nafna þeirra er ^ héldu um stjórnartaumana í Mími þetta ár: Þorsteinn G. Indriðason formaður, Sigríður Steinbjörnsdóttir gjaldkeri og Arnhildur Arn- aldsdóttir ritari. Arnhildur Arnaldsdóttir 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.