Islande-France - 01.10.1949, Page 13

Islande-France - 01.10.1949, Page 13
ISLANDE- FRANCE 11 ANDRÉ MÉTAY: PIERRE EOTI or/ nútítnagagnrýnendur “|JIN mikla ógæfa Frakklands stafar af einni af dyggðum þess: því er of gjarnt að leika sér að eldi gagnrýninnar. Það hefur yndi af að niðra þeim, sem náð hafa frægð, úthúða sínum mestu mönnum, húðstrýkja sjálft sig. Ef Goethe hefði fæðzt á Frakklandi, væri hann ekki sá guð, sem Þjóðverjar hafa gert úr hon- um.” Er ég las eftir Georges Duhamel þessi ummæli, sem eru mjög skyn- samleg og allt of sönn, kom mér í hug flugrit, sem André Breton sendi frá sér 1924 í tilefni af dauða Ana- tole France. Það bar hinn óhugnan- lega titil „Líkið“. Þar má lesa þetta: „Loti, Barrés, France; við skulum setja fallegt merki við árið, sem lagði að velli þessa þrjá óheillaná- unga: fábjánann, svikarann og njósnarann“. Það mætti líta á þessa óskamm- feilni sem einfaldan leik, sem „súr- les rochers d’Islande, il a rejoint l’au-delá étoilé. Thora Friðriksson Ecrit á Reykjavík le 16 septembre 1949. realískan“ leik, ef André Rousseaux, sem stendur okkur nær, hefði skirrzt við aö kveða upp þennan vægðarlausa dóm: „í lok 19. aldar hafa bókmenntir okkar staðið hvað lægst. Og svo nefnir hann Loti, France, Maupassant, Goncourt- bræðurna, Jules Renard o. s. frv. Það virðist sem yfir standi uppgjör fortíðarinnar, niðurskurð- ur fjölmargra. Það má reyndar oft taka undir með Francois Mauriac: „Réttvísin er oftast hroðvirk“. Sem betur fer eru margir gagn- rýnendur göfuglyndari. Þeir hafa ekki gleymt því, aö allir þessir höf- undar, sem nú er úthúðað, hafa ver- ið dáðir í aldarfjórðung og þeir taka upp vörn fyrir hina sakfelldu menn. Satt er og hitt, að „líkin“, svo að haft sé upp orðið eftir Breton, verja sig út yfir gröf og dauða. Hálfri öld eftir dauða sinn eiga þau meiri ítök í lesendum en nokkur nýr rithöf- undur. Eina skýringin á þessu er ágæti verka þeirra. Þar sem það er einmitt á árinu 1950 að hundrað ár eru liðin frá því Loti fæddist, þessi höfundur, sem er svo tengdur íslandi, væri ekki úr vegi að athuga, hverjir eru verðleik- ar hans og hversvegna veitzt hefur verið að honum svo almennt. Þó að Jean-Paul Sartre hafi ekki sérstaklega veitzt að P. Loti, þá er samt að finna 1 bók hans „Situa-

x

Islande-France

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.