Islande-France - 01.10.1949, Page 14

Islande-France - 01.10.1949, Page 14
12 ISLANDE - FRANCE PIERRE LDTI tions“ þá alvarlegustu ásökun, sem nútímamenn geta fram borið gegn Loti. Það er ásökun um ábyrgðar- leysi. Sartre segir, að ábyrgðarleysi hafi nú 1 heila öld verið venjulegt meðal rithöfunda. „Rithöfundar hafa gleymt því„ hvers vegna þeir skrifa“, „slæm bókmenntaleg sam- vizka kvelurþá,ogþeir vita ekki leng- ur, hvort það er dásamlegt að skrifa eða hlægilegt". Sartre telur að það að skrifa sé að „skuldbinda sig“ (“s’- engager”). „Ég er sannfærður um, að ekki er kleift að skjóta sér undan. Þó að við værum þöglir og kyrrir sem steinar, þá væri sjálft aðgerðar- leysi okkar verknaður. Höfundur er í sérstakri aðstöðu á sinni tíð: hvert orð vekur endurhljóm. Einnig hver þögn.“ Og svo vitnar Sartre í Volt- aire, Zola, Gide. „Hver og einn þess- ara rithöfunda gerði sér grein fyrir ábyrgð sinni sem rithöfundar í sér- stökum aðstæðum á ævi sinni.“ Má segja, að P. Loti hafi tekið á- kveðna afstöðu á sinni tíð'? Svarið er neitandi. Þó að svo hafi boriö til að honum dytti í hug að nota mætti Tyrkland til þess að hefta fram- gang Sovét-Rússlands,þá er ekki venja hans að rita um slíka hluti. Það er auðvitað ekki heldur hægt að segja, að ást hans á fortíðinni, hatur hans á hinu nýtízkulega, mót- mæli hans gegn innrás ferðamanna og tæknilegra nýjunga í Austurlönd hafi „skuldbundið“ hann mjög. P. Loti sýnir okkur myndir. Ef menn loka augunum og hugsa um bækur hans, þá fyllist hugurinn af myndum, sýnum. Það er Fez, Obock í tærandi sólskini, Constantínópel, hin töfrandi innsigling inn í ytri höfnina í Nagasaki, hinir geysimiklu hamrar 1 Persíu, Dauða hafið, beiti- löndin við Nazaret, hið þungbúna ísland, sem ber við himin. Nútímagagnrýnendur finna líka að stílnum. P. Loti skrifar eftir snúru. Hann vantar lipurð og til- breytni. Hann hefur kæki. Setningar, sem hefjast á ,,Ó“: „Ó! Istambul!" „Ó! nóttin á þeim dansleik!" „Ó! ef hann hefði getað hlustað á það . . . “ íburður, upptugga: „Upp í heiðan himininn teygja sig turnspírur, stíga hvelfingar og aftur hvelfingar, stór ar hvelfingar ávalar, gráhvítar með dauðum hvítum lit“. Endurtekning á frumlagi, sem er fyrst fornafn, síð- an nafnorð: „Þau eru hin óþreytan- lega fortíð þessi bænahús.“ En ætl- un mín er ekki sú að ganga í lið með þeim, sem fordæma Loti, og ég hygg, að þrátt fyrir galla sína, þá sé hann einn af hinum miklu höfundum okk ar á sviði lýsinga, sá sem færði aftur

x

Islande-France

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.