Islande-France - 01.10.1949, Blaðsíða 24

Islande-France - 01.10.1949, Blaðsíða 24
22 ISLANDE - FRANGE hafði brátt í för með sér miklar fram farir og framkvæmdir. Þeir sem ferðast um Frakkland eftir aðalumferðaleiðum þess, vegum eða járnbrautum, verða lítt varir þessara framkvæmda, vegna þess að þær eru að mestu leyti bundnar við hálendið um miðbik landsins, Alpafjöllin og Pyreneafjöllin. En rafmagn það, sem framleitt er með vatnsorku, og allur iðnaður, sem á því byggist, á upptök sín í þessum þremur fjallahéruðum. Þar skiptir nú í tvö horn frá því, sem var á síðustu öld. Þá fækkaði fólkinu í fjallahéruðunum, svo að þeim lá við auðn. En nú á síðari ár- um flykkjast þangað verkmenn, byggingamenn, vélamenn og raf- magnsfræðingar og dreifa sér á vinnustaðina, sem eru orðnir um 60 talsins. Tvennt er það, sem stuðlað hefur öðru fremur að því að flýta fyrir þessari þróun. Annarsvegar það, að franska þjóðin hefur á að skipa þraut- reyndri verkfræðingastétt, sem hlot- ið hefur mikla og alhliða þjálfun á undanförnum öldum og áratugum við hinar margvíslegustu fram- kvæmdir. Þessum mönnum er það kærkomið hugðarefni að sökkva sér niður í flókin verkfræðileg vanda- mál og ráða fram úr þeim á djarfan og glæsilegan hátt. Hér var ærið verkefni fyrir sonar- syni verkfræðinganna, sem lögðu járnbrautirnar um gjörvallt Frakk- land og grófu Súezskurðinn. Vatns- virkjanir í hálendi Mið-Frakklands, þar sem fjöllin eru miðlungshá, út- STÍFLA í GIRDTTE-VATNI í SAVDIE-HERAÐI. UPPI- STAÐAN ER í 1720 M HÆÐ □□ KNYR SJD □ RKUVER. AFKÖSTIN ERU 2DO MILLJDNIR KW. heimtu, að gerðar væru stíflur til að safna saman í uppistöður vatn- inu, er til fellur um regntímann. í þessu skyni hefur þótt hentugast að steypa upp volduga stíflugarða í dalaþrengslum og breyta dölunum þannig í stöðuvötn með nægilega háu yfirborði til að tryggja rafstöð- inni nægan vatnsþrýsting. Auðvit- að fer ekki hjá því, að þessar aðgerð- ir setji annan svip á landið. En sér- kennum sínum glatar það ekki, hvað sem öðru líður, eins og koma mun í ljós, þegar verkinu er lokið, vinnuskálar og allt því tilheyrandi á bak og burt, en eftir standa nýjar verksmiðjur í fjallahlíðunum eða í skjóli risavaxinna steinsteypugarða, sem auka enn á tilbreytinguna í landslaginu. Á árunum 1945—1947 hafa þann- ig verið byggðar nokkrar uppistöð- ur 1 Efra-Dordogne í Mið-Frakk- landi, í sambandi við aðalrafstöðina

x

Islande-France

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.