Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Blaðsíða 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024
KRAFTUR
TRAUST
ÁRANGUR
HRINGDU NÚNA 623-1717
Árlega heimsækja tugþúsundir ein
staklinga á öllum aldri niðurdælingar
svæði Carbfix á Hellisheiði vegna áhuga
á því hvernig Íslending ar nýta
endurnýjanlega orku og hvern
ig við tökumst á við loftslags
vandann með aðferð um Carb
fix. Aðferðin er bæði örugg og
sönnuð og er leiðandi í heim
inum vegna þess að hún er
vottuð, þrautreynd, hagkvæm
og varanleg. Enda er aðferðin
byggð á sömu aðferðum og
náttúran sjálf nýtir við að binda
CO2. Regndropar grípa CO2 í and rúms
loftinu og þegar droparnir mæta bergi
verða til steindir með tíð og tíma.
Carbfix hefur síðan 2014 dregið úr
losun á CO2 og brennisteinsvetni frá
Hellisheiðarvirkjun, fangað CO2 beint
úr andrúmslofti með svissneska
fyrirtækinu Climeworks frá árinu 2017
og flutt inn CO2 frá Sviss síðan 2023 í
samvinnu við ETH háskólann í Zurich.
Í öllum tilfellum hefur þetta CO2 stein
runnið í berginu djúpt undir yfirborðinu
án nokkurra vandkvæða.
Mikil og lífleg umræða hefur átt sér
stað um loftslagsverkefnið Coda Termi
nal sem Carbfix er að undirbúa og
verður flaggskip í lausnum Íslands
gegn hlýnun jarðar og hefur verið sýnt
mikið traust með því hljóta stærsta
styrk sem Ísland hefur fengið frá
Evrópusambandinu.
Mörg sem taka þátt í umræðunni
nýta sér upplýsingar í umhverfis mats
skýrslunni sem unnin var fyrir verkefnið
og fögnum við því og hvetjum öll til að
kynna sér hana og heimasíðu verkefn
isins sem hefur að geyma áreiðanlegar
upplýs ingar Coda Terminal. Sérstaklega
hvernig Carbfix mun lág
marka þau umhverfis áhrif
sem verkefnið hefur.
Tilgangur umhverfismats
skýrslu er einmitt það, að finna
leiðir til að vinna gegn þeim
áhrifum sem verkefni geta
mögu lega valdið.
Þess vegna eru tilgreindar
mót vægisaðgerðir og út frá
þátttöku stofnana, sérfræðinga
og almenn ings bætist við þekking í
ferlinu. Það er einmitt mikilvægt að
leggja áherslu á að umhverfismatsskýrsla
er ekki lokaafurð verkefna. Hún er tæki
til þess að skapa upplýsta umræðu
byggða á bestu þekkingu á hverjum tíma.
Coda Terminal verður hljóðlaus viðbót
við iðnaðarsvæði Hafnfirðinga, þar sem
ekki þarf að flytja neitt á veg unum, með
engan útblástur á svæðinu. Í lögnunum
neðanjarðar mun flæða 96% vatn og 4%
CO2 á hverjum tíma sem er minna CO2
en stafar frá núver andi bílaumferð á
svæð inu.
Verkefnið gæti orðið upphaf að nýrri
hugsun í iðnaði á svæðinu þar sem að
stæður og umhverfi geta hæglega orðið
með betra móti en nú er. Bæði núverandi
og ný fyrirtæki geta unnið saman að því
að hafa raunveruleg áhrif á umhverfi og
náttúru, ásamt því að takast á við
loftslagsvandann á þann hátt að eftir
verður tekið. Það er spennandi framtíð.
Höfundur leiðir samskiptamál hjá
Carbfix.
Straumsvík,
iðnaðarsvæðið
og framtíðin
Ólafur
Elínarson
Birta María Haraldsdóttir 20 ára
hástökkvari úr FH sigraði á Smáþjóða
leikunum í frjálsíþróttum sem fram fór
á Gíbraltar. Stökk Birta María 1,85 m
og átti síðan mjög góðar tilraunir við
1,89 m sem hefði verið Íslandsmet.
Hún hefur stokkið hæst 1,87 cm úti.
Það er því væntanlega ekki langt í að
það 34 ára gamla met falli.
EMBLA ÞRIÐJA Í 1500 M
HLAUPI
Embla Margrét Hreimsdóttir úr FH
náði þriðja sætinu í 1500 m hlaupi er
hún hljóp á 4,50.41 mínútum. Varð hún
fyrst í sínum aldursflokki, U20 kvenna.
Emla, sem er 19 ára, átti best 4,40 mín.
utanhúss og 4,33.79 mín. innan húss.Embla Margrét Hreimsdóttir.
Birta María sigraði á
Smáþjóðaleikunum
Embla þriðja í 1500 m hlaupi
Birta María Haraldsdóttir.
Lj
ós
m
yn
d:
F
R
Í,
G
un
nl
au
gu
r J
úl
íu
ss
on
HIMA er alþjóðlegt tónlistarnám
skeið fyrir nemendur á fiðlu, víólu og
selló. HIMA er haldið árlega að sumri
til á höfuðborgarsvæðinu fyrir nem
endur frá 8 ára aldri. Nemendum er
skipt í deildir eftir aldri, 812 ára, 1115
ára og 15 ára og eldri.
Námskeiðið var haldið í Hafnarfirði,
í ára, í Lækjarskóla, Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar og í Hásölum og stóð frá
14.23. júní. Lokatónleikar HIMA voru
svo í Norðurljósum í Hörpu.
Systkinin Tómas Vigur Magnússon
og Viðja Elísabet Magnúsdóttir voru
meðal þátttakenda en þau buðu upp á
litla tónleika á Torginu í Tónlistar skól
anum 25. júní sl. á Björtum dögum.
Tómas lék fyrst nokkur verk á fiðlu
sem er hans aðalhljóðfæri og síðan með
systur sinni og lék hann þá á píanó og
hún á selló. Hann lék svo nokkur verk á
píanóið við mjög góðar undir tektir.
Þau systkinin eiga greinilega fram
tíðina fyrir sér í tónlistinni en Tómas er á
nítjánda ári og Viðja aðeins 13 ára.
Hafnfirsk systkini
tóka þátt í HIMA
Systkinin Tómas Vigur Magnússon og Viðja Elísabet Magnúsdóttir.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n