Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Blaðsíða 13
www.fjardarfrettir.is 13FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024
Fjölmargir Hafnfirðingar, og eflaust
fleiri, sem skörtuðu þjóðbúningi,
röðuðu sér til myndatöku fyrir utan
Hafnarborg á þjóðhátíðardaginn. Hefur
þetta verið gert að frumkvæði Guðrúnar
Hildar Rosenkjær en hún var löglega
forfölluð á Bessastöðum að taka við
fálkaorðu fyrir starf sitt að hefja upp
virðingu og halda utan um sögu
íslenska þjóðbúningsins.
Þarna mátti sjá fólk á öllum aldri en
yngsti einstaklingurinn var tæplega 8
mánaða sem klæddist glænýjum prjón
uðum þjóðbúningi sem Kristjana
Þórdís Ásgeirsdóttir gerði fyrir Kristínu
Harðardóttur sem hannaði búninginn.
Fjölmargir búninganna voru gerðir á
námskeiðum í Annríki sem Guðrún
Hildur og Ásmundur Kristjánsson reka.
Hafnfirðingar glæsilegir í þjóðbúningum
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Teitur Jónasson tekur við akstri
fyrir eldra fólk og fatlað fólk
Pantaðar ferðir standa – Ný verðskrá fyrir eldra fólk
Rútufyrirtækið Teitur Jónasson ehf. sinnir allri
akstursþjónustu fyrir eldra fólk og fatlað fólk
í Hafnarfirði frá 1. júlí.
Hægt er að panta og afpanta stakar og fastar ferðir í
síma 515 2720 og á netfanginu ferd@teitur.is.
Opnunartími þjónustuvers er frá kl. 8-16 virka daga og
verður fyrirkomulag pantana með sama hætti og áður
en hjá nýjum þjónustuaðila.
Ferðum á vegum akstursþjónustu bæjarins fyrir eldra
fólk verður samhliða fjölgað úr 8 í 16 á mánuði.
Pantaðar ferðir standa
Þau sem hafa pantað ferðir fram í tímann hjá núverandi
þjónustuaðila, Hópbílum, þurfa ekki að gera það aftur
hjá nýjum þjónustuaðila, en hægt er að senda póst eftir
30. júní á ferd@teitur.is og fá staðfestingu á bókuðum
ferðum.
Nánar
hfj.is/FerdTeitur
Eldra fólk sem vill fjölga ferðum getur sent inn umsókn
í gegnum Mínar síður á vef bæjarins. Einnig má skila
umsóknum á eyðublaði sem nálgast má í þjónustuveri
Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6.
Ný verðskrá fyrir eldra fólkið
Fyrir þau sem eldri eru, er vert að vita að nýjar reglur
tóku gildi 15. maí 2024.
Þeim fylgir ný gjaldskrá frá 1. júlí sem er tekjutengd.
Verðið er óbreytt fyrir fólk með fötlun
Hvar
auglýsir
þú?
Sæktu app
fyrir snjallsíma!
Fjarðarfréttir fyrir iPhone og Android
GJÖF TIL ÞÍN