Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Blaðsíða 10
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024
Það var stór stund hér í Hafnarfirði í
síðustu viku þegar stjórnvöld, Hafnar
fjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu
skuldbindandi samkomulag þess efnis að
nýr Tækniskóli verði stað settur í Hafnar
firði. Samkomulagið er í fullu sam ræmi
við núverandi stjórnar sáttmála ríkis
stjórnarinnar.
VERKEFNISSTJÓRN UM
FRAMTÍÐAR HÚSNÆÐI
TÆKNISKÓLANS
Núverandi mennta og barnamála ráð
herra skipaði verkefnisstjórn um fram
tíðar húsnæði Tækniskólans sem skipuð
var fulltrúum þeirra ráðuneyta sem hafa
haft aðkomu að málum; forsætisráðu
neytinu, mennta og barnamálaráðu
neytinu, fjármála og efnahagsráðuneytinu
auk fulltrúa frá Hafnarfjarðarbæ og
Tækniskólans. Verkefnisstjórnin skilaði
af sér fyrir ári síðan og frá þeim tíma
hefur verið unnið í samræmi við þá
áætlun sem lagt var upp með. Það má því
segja að afrakstur mikillar vinnu síðustu
ára sé nú að koma í ljós og ánægjulegt að
sjá raungerast. Ég er þakklátur
mennta og barnamálaráðherra,
Ásmundi Einari Daðasyni,
fyrir að hafa treyst mér fyrir því
að leiða verkefnisstjórn um
þetta mikil væga verkefni sem
skilar svo þessari niðurstöðu.
Hann hefur haft mikla trú á
verkefninu frá upphafi og fylgt
því fast eftir.
STÓRT SKREF Í
EFLINGU VERK- OG
STARFSNÁMS
Það hefur verið forgangsverkefni
menntamálaráðherra og Framsóknar á
kjörtímabilinu að efla verk og starfsnám.
Ljóst er eftirspurnin er til staðar, bæði
meðal nemenda og atvinnulífsins og því
ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga
skref til að mæta þeirri þörf og svara því
ákalli sem við heyrum svo skýrt.
Húsakostur Tækniskólans er kominn til
ára sinna. Í dag fer starfsemi skólans fram
í átta byggingum á fimm stöðum á
höfuð borgarsvæðinu. Bygging nýs
Tækniskóla markar því um
byltingu í aðstöðu til iðn,
starfs og tæknináms á höfuð
borgarsvæðinu. Hér er verið að
bregðast við aukinni eftirspurn
eftir náminu og mæta þörfum
atvinnulífsins og koma skól
anum undir eitt þak. Nú hefst
undirbúningur við hönnun og
framkvæmdir með áætluð
verklok haustið 2029.
FRAMSÝNI SKILAR ÁRANGRI,
LÍKA Í SAMGÖNGUMÁLUM
Ég hef lengi talað við fyrir því að
opinberum stofnunum, skólum og
stórum vinnustöðum sem hér þurfa að
vera á svæðinu sé dreift með skynsam
legum hætti um höfuðborgarsvæðið. Það
er gamaldags hugsun að halda að allt
þurfi að staðsetja í miðborg Reykjavíkur
með tilheyrandi áhrifum og álagi á
gatnakerfið. Við verðum að hætta að
keyra alla í sömu átt snemma morguns
og til baka seinni part dags. Þetta
þekkjum við of vel. Með því að taka
ákvörðun um að byggja Tækniskólann í
Hafnarfirði er verið að vinna í samræmi
við þá hugsun og ég veit að framkvæmd
sem þessi mun skipta íbúa á höfuðborgar
svæðinu gríðarlegu máli. Við þurfum
meira svona.
Það er líka rétt að vissulega mun
bygging og starfsemi sem þessi hafa áhrif
á innviði í Hafnarfirði. Ég treysti bæjar
yfirvöldum vel til þess að leysa farsællega
úr þeim málum, en slíkar áhyggjur mega
aldrei draga úr krafti okkar sem berjumst
fyrir aukinni uppbyggingu, kröftugu
atvinnulífi og betra samfélagi. Að lokum
þakka égöllum þeim sem hafa komið að
málum kærlega fyrir og óska Hafn
firðingum öllum til hamingju enda
verkefnið mikil lyftistöng fyrir bæjar
félagið. Svona vinnur Framsókn.
Höfundur er þingmaður Framsóknar,
frv. formaður verkefnisstjórnar um
framtíðarhúsnæði Tækniskólans,
fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður
bæjarráðs í Hafnarfirði.
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Skuldbindandi samkomulag um Tækniskólann
FHingar bættu enn einum
Íslandsmeistaratitli sínum í safnið í
frjálsíþróttum er lið félagsins sigraði
örugglega á 98. Meistaramóti Íslands í
frjálsíþróttum.
FH fékk 130 stig, ÍR varð í öðru sæti
með 91,5 stig og Fjölnir varð í þriðja
sæti með 40 stig.
Hlaut FH 16 gullverðlaun, 14
silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun.
Ellefu lið kepptu á mótinu sem haldið
var á Akureyri um liðna helgi.
FH sigraði bæði í karla og
kvennakeppninni, karlarnir höluðu inn
82 stigum og konurnar 48.
SINDRI HRAFN MEÐ
BESTAN ÁRANGUR
Sindri Hrafn Guðmundsson úr FH
náði bestum árangri skv. stigatöflu
Alþjóða frjálsíþróttasambandsins,
1.137 stig sem hann fékk fyrir að kasta
spjóti 82,55 m.
IRMA SETTI ÍSLANDSMET
Irma Gunnarsdóttir, FH, setti Íslands
met í þrístökki er hún stökk 13,61 m og
var það jafnframt besta met mótsins í
kvennaflokki.
Kristófer Þorgrímsson úr FH setti
mótsmet í 100 m hlaupi er hann kom í
mark á 10,58 sek. og Sindri Hrafn
Guðmundsson setti mótsmet í spjótkasti.
Fleiri FHingar bættu sinn árangur.
Gunnar Eyjólfsson bætti sig verulega í
stangarstökki, stökk 4,60 m eftir
langvarandi meiðsl. Þá stökk Marsibil
Þóra Hafsteinsdóttir 1,71 m í hástökki
og varð í 2. sæti en hún er 18 ára.
Enn einn Íslandsmeistaratitillinn
Frjálsíþróttadeild FH sigraði á 98. Meistaramóti Íslands sem haldið var á Akureyri
Kampakátir FH-ingar með bikarana. Allst kepptu um 30 FH-ingar á mótinu.
Sindri Hrafn Guðmundsson náðu bestum árangri á mótinu.
Irma Gunnarsdóttir setti Íslandsmet í þrístökki.
Lj
ós
m
.:
FR
Í
Lj
ós
m
.:
FR
Í
Lj
ós
m
.:
FR
Í