Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Blaðsíða 15

Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Blaðsíða 15
www.fjardarfrettir.is 15FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024 Nýr tækniskóli rís við Flens borgar­ höfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnar­ fjarðarbær og Tækniskólinn undir­ rituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis sl. fimmtudag á Norður bakkanum. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. 27 MILLJARÐA KRÓNA KOSTNAÐUR Fyrirhuguð er 30.000 fermetra bygg­ ing sem rúmar um 3.000 nemendur á hafnarsvæðinu. Framkvæmdin verður í tveimur áföngum, í fyrri áfanga er byggð um 24.000 m2 bygging og í seinni áfanga um 6.000 m2 viðbót. Þá er gert ráð fyrir frekari stækkunar­ möguleikum á lóðinni í framtíðinni. Áætlaður heildarkostnaður er 27 milljarðar kr. Tækniskólinn mun stofna dótturfélag Skólastræti Tækniskólans ehf. sem mun starfa til almannaheilla. Mun félagið standa fyrir byggingunni og rekstri og leigja Tækniskólanum húsnæðið. Á það að hafa yfir að ráða a.m.k. 20% af stofnkostnaði fram­ kvæmdanna í eigið fé. Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með 80% láni til 45 ára með veði í byggingunni. HAFNARFJARÐARBÆR LEGGUR TIL 4,4 MILLJARÐA Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig til að leggja Skólastræti til 80% af eiginfjárframlaginu í formi lóðar án kvaða skv. staðfestu lóðarblaði. Er það um 4,4 milljarðar kr. á verðlagi í janúar 2023. Samkomulag er um að eignarhald á húsnæðinu og öðrum búnaði verði 80% í eigu ríkisins, 16% í eigu Hafnarfjarðarbæjar og 4% í eigu Skólastrætis eða hluthafa þess þegar félagið hefur greitt upp þau lán sem verða tekinn vegna framkvæmdanna. KOSTNAÐUR GÆTI ORÐIÐ MEIRI Stefni endanlegur kostnaður fram úr áætlun fram að leigutíma skulu forsendur byggingarinnar endurmetnar og leitast við að skala verkefnið niður. Reynist kosntaður á framkvæmda tímanum samt sem áður umfram áætlun er hægt að óska eftir viðbótarframlögum frá Hafnar­ fjarðar bæ og Skólastræti í formi aukn­ ingar á eigin fé sem nemur 20% af umframkostnaði en 80% verði fjármagn­ að með lántöku. Hafnarfjarðar hefur þegar gert samning um kaup á 2.457 m² lóð, Fornubúðir 1, ásamt húsnæði sem á að rífa fyrir 435 milljónir kr. Aðrar lóðir sem eru á svæði sem fyrirhugað er að skólinn rísi á er Fornubúðir 3, þar sem Fiskmarkaðurinn var, Óseyrarbraut 2, þar sem Kænan er, Óseyrarbraut 4 þar sem hafnarskrif­ stofurnar eru, Cuxhavengata 2 þar sem hafnarvogin er, Óseyrarbraut 6 þar sem Vörubretti er, Cuxhavengata 1 með 5 hæða húsi þar sem fjölmörg fyrirtæki eru, Cuxhavengata 3 með vöruskemmu og jafnvel fleiri. „Þessi undirskrift hér í dag er risa- vaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms, núna er loksins hægt að koma fram- kvæmdum af stað. Þetta hefur verið for- gangsmál mitt sem mennta mála ráðherra og ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og er mikið gleðiefni að sjá enn einn áfangann á þeirri vegferð verða að veruleika. Eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref nú saman til að mæta þessari þörf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráð- herra í tilkynningu. ÚR ÁTTA BYGGINGUM Núverandi húsnæði Tækniskólans er komið til ára sinna en í dag fer starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygg ing nýs Tækniskóla markar umbyltingu í aðstöðu til iðn­, starfs­ og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og er liður í aðgerðum stjórnvalda til að auka veg þess á Íslandi. Segir í tilkynningu að markmiðið sé að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnu lífsins. Nýr Tækniskóli á að rísa í Hafnarfirði og verða tilbúinn árið 2029 Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig til að leggja til 4,4 milljarða í formið lóða og niðurfellinga gjalda Lóð Vörubretta og Cuxhavengata 1 og 3. Frá undirritun samkomulagsins. Frá vinstri: Egill Jónsson, formaður stjórnar Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Byggingin næst er hafnarskrifstofan, þar fyrir aftan er Fornubúðir 1 sem Hafnarfjarðarbær hefur samið um kaup á og svo er lóð Kænunnar. Fyrirhuguð staðsetning Tækniskólans á hafnarsvæðinu við Cuxhavengötu, Fornubúðir og Óseyrarbraut skv. drögum frá 2001 en skv. heimildum Fjarðarfrétta nær svæðið alveg að Óseyrarbraut. Auglýsingar sími 896 4613 | gudni@fjardarfrettir.is Náðu til Hafnfirðinga!

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.