Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Blaðsíða 2

Fjarðarfréttir - 04.07.2024, Blaðsíða 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2024 Það hefur verið heilmikið að rífast yfir þessa dagana. Metnaðarfull áform Carbfix um að dæla niður koldíoxíði niður í hraunið skammt frá byggð í Hafnarfirði er þar líklega efst á blaði en einnig eru skiptar skoðanir um áform um virkjanir í Krýsuvík þó það fái ekki eins mikla umræðu, líklega vegna fjarlægðar. Svo má ekki gleyma hörðum mótmælum íbúa í Áslandi 3 sem vilja ekki litla grenndarstöð í hverfið sitt. Reyndar hefur íbúum í hverfinu orðið nokkuð ágengt í mótmælum, náðu að hindra að Ásvallabrautin yrði lögð skv. skipulagi, en þá hefðu deilurnar um grenndarstöðina reyndar aldrei orðið til, og svo náðu þeir að loka á íbúa í Skógarási með mótmælum, en Skógarásinn átti reyndar alltaf að tilheyra Áslandi 3. En af hverju þessar deilur? Voru málefnin ekki kynnt og kallað eftir athugasemdum? Jú, reyndar en samt kemur fólk af fjöllum og sumir höfðu aldrei heyrt af Coda Terminal verkefninu fyrr en núna síðustu daga þrátt fyrir gríðarlega umræðu og kynningu. Oft má kenna lélegri kynningu um, t.d. þegar fundir eru aðeins auglýstir í Mogganum og á Facebook tveimur tímum fyrir fund. Oft er í raun búið að ákveða hvað á að gera þegar mál eru kynnt og þá er alveg sama hvað íbúar segja, oftast er ekki tekið mark á athugasemdum þeirra. En það má líka kenna áhugaleysi íbúa um þegar málefni er í umræðu. Það er eins og fólk vakni fyrst þegar farið er að safna undirskriftum til að mótmæla og enginn vill neitt í sínu hverfi sem truflað geti tilveruna. En einhvers staðar er sannleikurinn þarna á milli og ábyrgðin er sveitarfélagsins að gera aðgengi að upplýsingum gott og þannig að almenningur þurfi ekki að lúslesa langar skýrslur til að fá yfirsýn yfir áætlanir. Njótum sumarsins! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Ritstjórn og auglýsingar: 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866 www.fjardarfrettir.is www.facebook.com/fjardarfrettir.is Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði HÓLSHRAUNI 2 | 555 3325 millihrauna.is | facebook.com/MilliHrauna MILLI HRAUNA HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11-13:30 Sæktu fyrir snjallsíma! fyrir iPhone og Android GJÖF TIL ÞÍN APPIÐ Fiðurfé og fleiri furðuverur var yfirskrift fjöl­ skyldutónleika í Hafnarborg sl. föstudag. Voru tónleikarnir hluti af Sönghátíð í Hafnarborg þar sem 6­12 ára börn sem höfðu verið alla vikuna á söngsmiðju og mynd listarnámskeiði sýndu hvað í þeim bjó. Hallveig Rúnarsdóttir, sópransöngkona og Jón Svavar Jósefsson, barítónsöngvari sungu ýmis barnalög og gamanvísur með miklum leikrænum tilburðum. Lék Hrönn Þráinsdóttir með þeim á píanó. Fóru þau Hallveig og Jón Svavar í hin ýmsu gervi og börnin létu sitt ekki eftir liggja og settu á sig grímur sem þau höfðu sjálf gert. Fiðurfé og fleiri furðuverur á sönghátíð í Hafnarborg Þarna léku tveir afburða söngvarar á alls oddi og brugðu sér í ýmis gervi. Krakkarnir höfðu meðal annars útbúið kisugrímur og auðvitað var sungið um kisu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.