Bergmál - 01.08.1955, Page 5
SVEITASTELPAN
Smásagu eftir Nigel Balchin.
Höfundur þessarar sögu, Nigel Bal-
chin, er brezkur kaupsýslumaður,
tæplega fimmtugur að aldri. En jafn-
framt kaupsýslunni hefir hann stund-
að allmikið ritstörf og árið 1942 kom
út fyrsta bók hans og síðan hver af
annarri. En þekktastur er hann fyrir
bók, sem heitir „My own executioner",
sem kom út 1943, sem er mjög skemmti-
leg og vel gerð skáldsaga um viðfangs-
efni nýtízku sálfræðings. Sú bók hefur
verið þýdd á fjölda tungumála og
jafnframt kvikmynduð. Balchin hefur
mjög skemmtilega kýmnigáfu sam-
fara góðum gáfum og skarpskyggni.
Eiginlega var það af hreinni
tilviljun að ég fékk að heyra
þessa sögu, sem ég ætla að segja
hér á eftir. Ég hafði verið að
taka til í rusli uppi á háalofti og
rakst þá á gamalt málverk af
mjög smávaxinni konu, sem
virtist hafa verið ákaflega
fögur. A myndinni var einnig
stór veiðihundur. Charles frændi
minn var staddur hjá mér þegar
þetta var og sýndi ég honum
málverkið og spurði hann af
hverri það væri. Charles brosti
og sagði: „Þessi mynd er af
„sveitastelpunni“ svokölluðu.
Hún hét annars Soffía og var gift
Peter langafa þínum. Ég man
óljóst, að ég sá þau þegar ég var
smástrákur. Hún var mjög
grannvaxin og smávaxin, með
allra smávöxnustu konum og
þótti mjög falleg. Maðurinn
hennar, Peter langafi þinn, var
aftur á móti rúmlega þriggja
álna maður og beljaki að stærð.
Peter var bóndi eins og margir
af forfeðrum hans höfðu verið
á undan honum og hann bjó að
Rayburn Keep í Surrey, en sá
búgarður hafði verið í eign fjöl-
skyldunnar í marga ættliði. Ray-
burn Keep þótti góð bújörð á
þeim tíma, enda átti Peter um
'sex hundruð ekrur lands og bún-
aðist vel.
Peter frændi var, eins og ég
hefi áður sagt, beljaki að stærð,
3