Bergmál - 01.08.1955, Side 6
B E R G M Á L
Á G Ú S T
mjög sterkur, myndarlegur mað-
ur, sæmilega vel gefinn, þó ekk-
ert sérstaklega og ég held að
hann hafi verið talinn mjög góð-
ur bóndi, sérstaklega við naut-
griparækt. Hann var ógiftur
fram til þrjátíu og fimm ára
aldurs og var systir hans ráðs-
kona hjá honum. En þegar hann
varð þrjátíu og fimm ára þá
varð hann skyndilega ástfang-
inn af ungfrú Soffíu Channing,
þeirri sömu og þessi mynd er af.
Enginn þarf að undrast það,
sem sér þetta málverk, þótt
Peter frændi yrði ástfanginn af
Soffíu, það mátti heita að hver
einasti af yngri mönnunum í
Surrey væri ástfanginn af henni
enda var hún ekki einungis
falleg, heldur einnig kát, glað-
lynd og aðlaðandi á allan hátt
og ágætum gáfum gædd. Hún
lék vel á píanó, dansaði ágæt-
lega, talaði þrjú eða fjögur
tungumál og guð má vita hvað
fleira hún gat. Og hún var dóttir
Sir Essmond Channing, sem var
eða hefir kannske verið fyrrver-
andi landstjóri í Surrey.
Það ér því mjög skiljanleg af-
staða Peters frænda. Hitt er
aftur á móti ekki eins augljóst
hvers vegna hún varð ástfangin
af honum. Hún var aðeins tví-
tug og hafði verið alin upp við
auð og allsnægtir og elskaði sam-
kvæmislíf, og henni var í lófa
lagið að velja úr ungum mönn-
um. En í stað þess að velja sér
einhvern aðalsmann úr hópi að-
dáenda sinna, setti hún sig upp
á móti fjölskyldu sinni, sneri
baki við flestum vinum sínum
og fyrirgerði rétti sínum til
þess að verða arfs njótandi eftir
föður sinn, til þess að giftast
þessum risa, þrjátíu og fimm ára
gömlum bónda uppi í sveit, sem
ekki var talinn neitt sérstakt
gáfnaljós. Já, vegir konunnar
eru órannsakanlegir.
Fjölskylda Soffíu var henni
sem sagt mjög reið fyrir þessa
framkomu, en fjölskylda Pet-
ers frænda var honum einnig
reið að vissu leyti. Þeim fannst
hún algjörlega óhæf til að verða
eiginkona Peters og töldu að hún
myndi ekki verða honum mikil
stoð eða stytta við búskapinn.
Auk þess gramdist þessari
bændafjölskyldu mjög fram-
koma Channingfólksins. Nú á
tímum jafnréttisins eigum við
erfitt með að átta okkur á þeim
gífurlega stéttarmun sem ríkti
fyrir hundrað árum síðan og
stéttarígurinn var oft jafnvel
meiri í lægri stéttunum heldur
en hinum hærri. Peter frændi
var álitinn hafa flekkað heiður
4