Bergmál - 01.08.1955, Side 8
B E R G M Á L----------------
af Peter frænda, með því að
bjóða vinnukonunum inn í setu-
stofu til tedrykkju með sér, ef
henni fannst hún vera einmana,
en slíkt gerðu ekki margar hefð-
arfrúr á árinu 1870.
Ég geri ráð fyrir að Peter
frændi hafi verið mjög ástfang-
inn af henni þegar þau giftust
og hún líka af honum, en ég
efast um að honum hafi nokk-
urn tíma verið ljóst til fullnustu
hvað hann gekk út í. Ég býst við
að hann hafi ef til vill hugsað
sem svo, að hann hefði gifzt
viðkvæmri stássmeyju með
barnssál og ég efast ekki um að
Soffia hafi leikið það hlutverk
oft mjög vel, þegar það hentaði
henni.
Hann var mjög góður við
hana, nærfærinn og eftirlátur
og lét aldrei í ljósi að hann
byggist við því að hún væri til
neins nýt í sambandi við bú-
skapinn eða annað, en það sem
hann virðist aldrei hafa skilið,
er það að það getur verið mjög
leiðigjarnt að vera eftirlætis-
brúða einhvers, þegar því fylgir
þáð að vera alltaf skilin eftir í
barnaherberginu.
Mér finnst það alltaf gremju-
legt, þegar leiðinlegustu getspár
almenningsrómsins koma fram.
Þegar Peter frændi giftist
---------------------- Ágúst
Soffíu, þá var almennt álitið og
talað að þegar nýjabrumið væri
horfið, þá myndi Soffía verða
leið á því að vera bóndakona og
þá myndi Peter frændi jafn-
framt fá að kenna á því. Þetta
almenningsálit reyndist rétt,
hún varð leið á því og hann fékk
að kenna á því.
Þetta var hans eigin sök að
miklu leyti, hann var maður
sem vann hörðum höndum og
hafði lítinn tíma aflögu til að
sinna henni og þar sem hann
var sannfærður um að hún væri
einungis til skrauts og datt
aldrei í hug að láta hana fá
nokkurt viðfangsefni til að
glíma við eða gefa henni tæki-
færi til að taka þátt í heimilis-
störfunum á einn eða neinn
hátt og þar sem þau voru auk
þess barnlaus, þá hafði hún
ekkert að gera annað en stofna
til vandræða.
Og þegar þau höfðu verið gift
í'þrjú ár, þá var sannarlega svo
komið. Þar sem þú ert giftur
maður, þá veiztu það að fyrsta
stig, eða frumstig gönuhlaups
hjá konum er það, að þær eyða
of miklum peningum og Soffía
frænka var mjög ginnkeypt fyrir
þessu atriði.
Hún hafði verið alin upp sem
auðmannsdóttir án nokkurrar
6