Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 12

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 12
B E R G M Á L------------------- frétti náttúrlega um það síð- astur allra manna. Eins og þú veizt, þá er það sterkur þáttur í eðli fjölskyldu okkar að vilja lifa sínu einka- lífi út af fyrir sig og skipta sér ekki af málefnum annarra. Og þótt bræður og systur Peters hefðu verið gröm yfir því að sjá „sveitastelpuna“ koma honum í svo mikil vanræði, sem raun bar vitni um og gera hann óham- ingjusaman, þá hafði aldrei verið minnst á það einu orði innan fjölskyldunnar, en sam- band Soffíu við Grinton lávarð fyllti mælinn, og það var ákveð- ið innan fjölskyldunnar að ein- hver yrði að tala við Peter. Á fjölskyldufundi var ákveðið að biðja föður minn að fara og tala við hann, og ég hefi alltaf haft ánægju af því síðan að minnast frásagnar föður míns mörgum árum síðar, af því þegar hann fór að heimsækja Peter. Þeir samfundir voru mjög einkennandi fyrir þá báða. Faðir minn sat í tvær klukku- stundir heima hjá Peter í Ray- burn Keep. Þeir voru báðir bændur og mest allan tímann ræddu þeir um búmálin. En í þann mund að faðir minn ætlaði að fara að fara sagði hann: „Eftir á að hyggja, Peter, þá ---------------------- Á g ú s x myndi ég í þínum sporum líta eftir Soffíu.“ Þá svaraði Peter frændi: „Það er ekki svo auðvelt, því að hún er aldrei hér heima.“ „Ég veit það,“ sagði faðir minn, „en G ... lávarður ....“ „Einmitt það,“ greip Peter frændi fram í. „Það gengur fjöllunum hærra,“ sagði faðir minn. „Auð- vitað kemur mér þetta ekkert við, en mér fannst ég samt þurfa að minnast á það við þig.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Peter frændi, og síðan kvöddust þeir. Sennilega hefur hvorugur þeirra nokkru sinni á ævinni talað eins mikið um einkamál sín eins og í þetta skipti. Ef slíkt kæmi fyrir nú á dög- um, þá geri ég ráð fyrir að Peter frændi myndi annað hvort leigj a sér spæjara til þess að fylgjast með Soffíu og síðan sækja um hjónaskilnað, eða þá hins vegar að leita huggunar einhvers stað- ar annars staðar. En þetta var árið 1870 og hann tók sig upp og hélt beina leið til London til að líta eftir henni. Náttúrlega veit enginn með fullri vissu nákvæmlega hvað gerðist, en orðrómurinn sagði að hann hefði fundið hana heima í íbúð Grintons lávarðar, 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.