Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 14

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 14
B E R G M Á L------------------ að hún hefði haft sitt fram, ef Grinton lávarður hefði ekki íarið að taka undir með henni og bæta við ýmsum röksemdum frá eigin brjósti máli hennar til stuðnings. Vafalaust hefur þessi ungi lávarður litið á Peter frænda sem nokkurs konar dráttaruxa, sem hver og einn gæti teymt á hornunum eins og honum sýndist. En þótt hann gæti þolað und- anbrögð og stríðni Soffíu, þá var allt öðru máli að gegna, þeg- ar ungur fábjáni ætlaði að hann gæti líka strítt honum. Peter frændi bar á vissan hátt virðingu fyrir aðlinum, og stillti því að nokkru tilfinningum sín- um í hóf. Þó gekk hann nú að Grinton lávarði, sem var smá- vaxinn maður, hóf hann á loft og setti hann varlega ofan á hið stóra píanó. Síðan tók hann eiginkonu sína undir hendina og gekk á brott. (Charles frændi tók sér mál- hvíld, þegar hér var komið sögu og horfði hugsandi út um glugg- ann.) Enginn veit með vissu. hvað Soffía frænka hugsaði í raun og veru um þennan atburð, en við, sem þekkjum konur að nokkru, við getum gert okkur það í hugarlund. Það hlýtur að kitla --------------------- Á g ú s x hégómagirnd konunnar, jafnvel meira en nokkuð annað, að eiginmaður hennar, heljarmenni að burðum, taki hana á loft og beri hana með valdi á brott frá elskhuga hennar. En sennilega hefir þessi at- burður þó haft sterkari áhrif á hana heldur en aðeins að kitla hégómagirndina. Að minnsta kosti getur maður álitið slíkt, ef maður lítur á það, sem síðar gerðist. Því að upp frá þessum degi og til æviloka, en hún lifði aðeins fáein ár eftir þetta, þá var hún Peter mjög handgengin og ástúðleg, og virtist ekki hugsa um annað eða aðra en hann. Þó var langt frá því að hún hefði þrælsótta af honum, eða hann hefði brotið kjark hennar á bak aftur. Hún hélt áfram að stríða honum og snúa honum um litla fingur sér eins og henni sýndist, til æviloka. Munurinn var sá, að hún sneri allri sinni ótæmandi lífsorku og þrótti að honum í stað þess, að hún hafði áður snúið því frá honum. Það var á þessum síðustu ár- um hennar, sem ég kynntist henni og jafnvel þótt ég væri barn, sá ég að hún var lífið og sálin, ekki aðeins innan heim- ilisins, heldur einnig á búgarð- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.