Bergmál - 01.08.1955, Side 20

Bergmál - 01.08.1955, Side 20
B E R G M Á L ----------------- einlæga samúð sína. „Því er ver og miður, herra Granger, að lmrra Ransom á enga innstæðu hér lengur.“ Og svo hafði hann hvislað: „Hann kom hingað í morgun um leið og opnað var og tók út alla sína peninga, — auðvitað ber mér engin skylda til að segja yður frá því, og’ kemur mér ekki við, en ég þyk- ist sjá hvar skórinn kreppir.“ Slim Granger sneri því á brott frá gjaldkerastúkunni með ávísun Ben Ransoms í hendinni óinnleysta — falska ávísun á 9820 dollara og var í mann- drápshugleiðingum. Hann sagði við sjálfan sig, að hann gæti ekkert að gert, það var ekki hægt að innheimta spilaskuldir með fógetavaldi. Og hann var ekki einn þeirra, sem nota skammbyssu við inn- heimtu, eða láta menn greiða reikning framan við byssukjaft- inn. Hann var ekki heldur svo mikils-metinn borgari, eða nógu hátt settur í þjóðfélaginu að nauðsyn bæri til að sýna honum óskerta virðingu. Hann var að- eins Slim Granger haldinn mátt- vana reiði og sjúkur á sál og líkama, með falska ávísun í veskinu sínu og vissuna um það að allir draumar sem hann hafði haft um það að setjast að með ------------------------ Ágúst Mary Lou Anderson á naut- gripabúgarði, sem enn var ó- keyptur, höfðu gufað upp í hinu kuldalega andrúmslofti fjárhættuspilarans. Og verst af öllu var það, að bróðurpartur- inn af þessum níu þúsund átta hundruð og tuttugu dollurum voru í raun og veru hans eigin peningar, sem gamli Ben Ran- som hafði unnið af honum í spil- um viku áður. Ransom var einn af sterk-rík- us'tu mönnum borgarinnar, ill- ræmdur fjárplógsmaður, sem græddi stöðugt á fasteigna- braski og aldrei átti neitt á hættu þótt hann léti stöku sinn- um undan löngun sinni í fjár- hættuspil. Slim Granger nam staðar á sólbakaðri götunni og lét hug- ann reika til Krókódílaklúbbs- ins, þar sem allir betri borgarar Greenfield litu inn, til að taka stund og stund þátt í pókerspili, sem áreiðanlega var hið stærsta, í nánd við Missisippi, og stöðugt var í gangi alla daga, kvöld og nætur. Hann hafði spilað við alla, sem litu inn. Hann hafði séð sína góðu daga og kvöld engu síður en vonda daga og kvöld, en hann hafði aldrei fyrr rekið sig á það, að nokkur með- limur klúbbsins legðist svo lágt, ó 18

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.