Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 24

Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 24
S K Á L D I Ð Dœmisaga eftir Oscar Wilde. Sonur Osears Wilde hefur nýlega gefið út endurminningar sínar í bók og þar er að finna ýmsar smásögur, dæmisögur og annað, sem faðir hans hefur sagt í samkvæmum og mann- fundum, en sem kunnugt er var hann talinn einn af færustu mælskumönn- um Breta, bæði fyrr og síðar, og fyndnasti og fjörugasti maður í sam- ræðum, sem hægt var að hugsa sér, enda er snilld hans á því sviði talin standa jafnvel enn hærra heldur en skáldskaparlist hans. Úr þessari bók er eftirfarandi dæmisaga tekin. Skáldið bjó uppi í sveit í faðmi friðsælla skógarlunda og grösugra engjafláka en á hverj- um morgni hélt hann inn til borgarinnar stóru, langt hinum megin við bláu fjöllin og á hverju kvöldi kom hann aftur. Og' í kvöldhúminu söfnuðust börn og fullorðnir í kring um hann á meðan hann sagði frá öllu því dásamlega, sem fyrir hann hafði borið yfir daginn, bæði í skógunum, meðfram fljótinu og uppi á fjallatindun- um. Hann sagði frá því, hvernig litlu brúnu skógardísirnar höfðu gægzt fram á milli grænna lauf- anna í skóginum. Hann sagði frá því, hversu hinar grænhærðu hafmeyjar höfðu stigið upp úr spegilslétt- um haffletinum, sungið fyrir hann og spilað á hörpur sínar. Hann sagði einnig frá því, hvernig hinn stóri kentár, sem hann hafði mætt uppi á fjalls- tindinum hafði skokkað á brott hlæjandi, hulinn rykskýi. Slíkar sögur og ýms önnur dásamleg ævintýri sagði skáld- ið börnunum og hinum full- orðnu á kvöldin, er þau hópuð- ust í kring um hann á meðan kvöldskuggarnir lengdust og aftanroðinn dofnaði á vestur- himninum. Hann sagði þeim dásamlegar sögur af öllum hinum undar- 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.