Bergmál - 01.08.1955, Side 29

Bergmál - 01.08.1955, Side 29
B E R G M Á L 1 9 5 5 ----------------------- framast var unnt, en leiðin var ógreiðfær svo að víða urðu þeir að láta hestana fara skref fyrir skref. Og löngu áður en þeir voru komnir að fjöllunum heyrðu þeir eitt og eitt riffil- skot hinu megin við þau. Utlendingaherdeildin var auð- sjáanlega þegar komin í fyrir- sátina. Lartal leit niður eftir hlíðum fjallanna sem virtust næstum því þverhníptar alla leið niður að eyðimörkinni. Hann hugsaði sig um andartak, en sagði því næst ákveðinn. „Við skiljum hestana eftir hér og reynum að klífa niður klett- ana.“ Þetta var óðs manns æði, en það var eina leiðin til bjargar. Á þann hátt myndu þeir geta komið Crito og hans mönnum að óvörum og þetta tókst von- um fremur. Að vísu gekk ekki slysalaust er niður kom. Gamli Si Khalil særðist banasari er hann barðist fyrir herdeildina sína, sem hann hafði yfirgefið mörgum . árum áður. Lartal hafði sérstakan hug á að kom- ast í návígi við Crito. Þeir mættust á þröngri kletta- snös, og börðust þar upp á líf og dauða. Crito sá það að hann myndi fara halloka í þessum vopnaviðskiptum og reyndi að komast undan, en hrasaði þá og féll fram af klettasnösinni og beið þegar bráðan bana. Er menn Critos höfðu gefizt upp og allt var orðið hljótt á ný hlaut Lartal og menn hans sér- staka viðurkenningu og þakk- læti frá major Vasil og voru þeim Lartal og Plevko þegar gefnar upp sakir fyrir liðhlaup og Plevko gekk þegar til þjón- ustu. En Paul Lartal kapteinn sagði að ætlunarverki sínu í leyni- borginni væri ekki að fullu lokið og hann hefði sérstaka ástæðu til að snúa þangað aftur. Major Vasil hló góðlátlega og sagði: „Já, ég efast ekki um það og sú ástæða er án efa rauð- hærð.“ Endir. Það kom nýlega fyrir í kirkju, að strákhnokki var með svolítinn bíl með sér og fór að aka honum aftur á bak og áfram eftir baki bekksins framan við sig. En í bekknum framan við strákhnokkann sat eldri kona, sem ekki þoldi vel þessi barnabrek, og sneri sér því að lokum til hálfs í sæt- inu og sagði: „Uss-ss-ss. — Uss-sssss —“ Strákhnokkinn leit upp á gömlu konuna ljómandi af ánægju um leið og hann hrópaði upp: „Ne-ei! Hefir þú líka gaman af bílum?“ ★ 27

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.