Bergmál - 01.08.1955, Síða 30

Bergmál - 01.08.1955, Síða 30
Iiýsing á sálarlífi, ástum og áhyggjum ungrar konu. Hann hæ11i við bónorðið Smásaga eflir Eileen Alderton. Rauðgult ljós, eins og sólin séð í gegnum þokuský, sveiflað- ist uppi yfir henni. Aftur og fram .... frá hægri til vinstri. Hvíldarlaust .... Það var mjög þreytandi. „Of mikið ljós,“ muldraði hún. í kringum ljósið og í kringum hana var allt hvítt. Hvítir veggir, hvítt loft. Jafnvel úti líka, var allt hvítt — það hafði snjóað. Hún hafði einhverja ó- ljósa hugmynd um snjóflyksur úti fyrir rúðunum, á leiðinni í sjúkrabílnum. Við og við hreyfðist hvítt fólk uppi yfir henni. „Ljósið .... Það vill ekki hætta að sveiflast,“ sagði hún og barðist við kveljandi sárs- auka, sem var að bera hana ofur- liði. „Ljósið? Hvaða vitleysa." Þau skildu hana ekki, höfðu enga samúð með henni, þóttust ekki sjá að hún var hrædd. Þau voru svo önnum kafin. Hlut- verk þeirra var að sinna líkam- anum en ekki sálinni. Eitt andartak minnkuðu þrautirnar og þá barðist hún við að ná tökum á veruleikanum .... og reyna að lesa í svip þessa hvíta fólks. En öll voru þau með skýlu fyrir niðurand- litinu, hið eina sem hún sá, var augun, svartir tilbreytingar- lausir augasteinar. „Það má ekki verða telpa.“ „Því ekki? Maðurinn yðar vill áreiðanlega eignast litla dóttur.“ Myndi hann vilja það? Hún vissi það ekki, hafði aldrei spurt hann um það. Barnið hafði verið eins og múrveggur á milli þeirra. Nokkrum mínútum síðar sagði hún: „Ég held að drengir hafi það léttara og betra í lífinu. Finnst yður það ekki líka?“ „Ég veit ekki um það með vissu,“ svaraði hjúkrunarkonan. 28 —

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.