Bergmál - 01.08.1955, Side 32

Bergmál - 01.08.1955, Side 32
B E R G M Á L Á G Ú S T hún lagði sig í líma við að reyna að stæla Önnu systur, hvarf meðfæddur þokki hennar og persónutöfrar oft í skuggann að miklu leyti. Hinar háu og hvellu hlátursrokur hljómuðu ank- annalega frá hennar munni. Til- gerðarlega hárgreiðslan fór henni illa og spillti svip hennar, því að nefið var beint og kinn- beinin há. Aðsniðnir kjólarnir úr mjúkum efnum drógu líka fram í dagsljósið of þreklegan vöxt hennar og ókvenlegan. Eitt sinn í sumarleyfi höfðu þau ferðast til Wales og haldið til hjá frænd’fólki. Brian frændi þeirra hafði þá einnig dvalizt þar, en þá hafði hann verið einn vetur í Oxford-háskólanum. Hann valdi Önnu sem aðal- dansmeyju sína, en hina löngu eftirmiðdaga var hann jafnan í fylgd með Söru. Þau töluðu um bækur og skáldskap og leiddu saman hesta sína í kappræðum um eitt og annað. Þegar Sara var í návist Brians, þá var hún eins og hún átti að sér. Þá gleymdi hún hvellu hlátursrok- unum og hún gleymdi því einnig að hárið var í óreiðu og að nef- broddurinn glansaði. Það höfðu verið unaðslegir dagar. Þau höfðu farið í langar gönguferðir eða legið í sólbaði niður við ströndina. Oft höfðu þau komið of seint til að drekka síðdegisteið. Var það hugsanlegt að Brian væri ástfanginn af henni? En svo komu kvöldin með boðum og dansi. Þá mátti hún sitja ein og yfirgefin úti í horni og horfa á Brian og Önnu frammi á dansgólfinu. Grann- vaxinn og fíngerðan líkama Önnu, smáu fæturna hennar Önnu, sem liðu með yndisþokka yfir gólfið í silfurlitum sandöl- um. Það voru aðeins dagarnir, sem Sara átti. Síðdegis á heit- um ágúst-degi höfðu þau flat- magað niður við ströndina. Sara hafði verið þrungin lífsfjöri og óviðráðanlegri gleði. Hún hafði staðið á fætur og dansað fram í fjöruna. Hana langaði til að vefja örmum allan þennan sól- bakaða og dásamlega heim. Hún hafði gleymt því, að hún væri illa vaxin og ófríð. Svo höfðu þau farið að ræða fram og aftur um eitthvert ástarkvæði, hún mundi ekki lengur hvaða kvæði það var, en hún mundi hvað hún hafði sagt: — Jú, vissulega hefir hann elskað hana, Brian — hann hlýt- ur að hafa elskað hana ofsalega, alveg eins .... Hún hafði aldrei lokið setningunni. Hún hafði 30

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.