Bergmál - 01.08.1955, Page 38

Bergmál - 01.08.1955, Page 38
B E R G M Á L 1 9 5 5 ------------------------ hún bar undir brjósti, og að hann myndi hlakka til að sjá hana sem móður. En allan tím- ann sá hún orð hans fyrir sér: „Þú mátt aldrei verða öðru- vísi en þú ert .... “ Á þennan hátt varð barnið að sívaxandi múrvegg á milli þeirra, í raun og veru. „Það er einkennilegt,“ sagði David dag nokkurn, „að ég hefi aldrei getað hugsað mér þig sem heimafrú og mömmu. Mér hefir alltaf fundizt að þú værir ....“ „Eins og tízkubrúða,“ botnaði hún og hló beizklega. „Ég átti ekki við það. En þú hefir alltaf viljað fara út og skemmta þér, svo að þetta hlýt- ur að vera fórn af þinni hálfu.“ „Oh, því skyldi ég ekki geta vanizt því,“ sagði hún og hló þvingað. „En þú vilt samt eiga barn, er það ekki, Sara? Við höfum sannarlega haft nóg af skemmt- analífi hingað til.“ Hún leit snöggt á hann. „Það varst þú sem vildir skemmta þér.“ „Ég?“ sagði hann undrandi. „Ég kaus ekkert fremur en það, að fá að sitja heima í friði og ró. En þú varst svo ung og fögur og mér virtist þú hafa svo mikla ánægju af að koma út á meðal fólks.“ „Við höfum vissulega misskil- ið hvort annað,“ sagði hún. En með sjálfri sér hugsaði hún: — Ég þori ekki að sýna mitt rétta eðli. Ef til vill elskar David mig ekki eins og ég er. Hann þekkir aðeins ytra borðið. En þeirri skel verð ég að halda. Brian kærði sig aðeins um Önnu, — en ekki um mig. Hún gat heyrt enn rödd móður sinnar: — Karl- menn elska aðeins glaðar og fagrar konur, þeir kæra sig koll- ótta um bókorma. Þess vegna er Anna svona vinsæl .... Ó, David, hugsaði hún. Hvers vegna getur þú ekki skilið mig? Ég er aðeins að leika visst hlutverk. Ég er alltaf að reyna að sýnast hin glæsilega, örugga sýningar- stúlka, en þori ekki að segja þér hver ég er í raun og veru. Hún gat heyrt rödd móður sinnar á ný: — Segðu öðrum aldrei of mikið um sjálfa þig. Anna kann þá list að látast vera dularfull, þess vegna heldur hún öllum sínum aðdáendum við efnið .... „Ef til vill hefir þú rétt fyrir þér,“ sagði hún þreytulega við David. „Sennilega er ég óhæf til að vera heimafrú.“ „Finnst þér raunverulega betra að halda áfram að sýna 36

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.