Bergmál - 01.08.1955, Side 39

Bergmál - 01.08.1955, Side 39
1955 B E R G M Á L heimskum áhorfendum fatnað? Sara, hvernig stendur á því að þú getur ekki vaxið upp úr slík- um barnaskap? Þegar til lengd- ar lætur þá eru það verk okkar, sem tekin eru til greina, en ekki hitt, hvernig við lítum út.“ „Er það?“ Hún sneri sér und- an til að láta hann ekki sjá tárin. „Nú er því lokið, frú Carven.“ Hvíta veran stóð álút yfir henni á ný. Allur ótti var horfinn. Allar þrautir liðnar hjá. Hún varp öndinni af feginleik .... Hún lá í rúmi sínu, sem var um- kringt blómum. Hún hafði næst- um gleymt þrautum sínum og erfiði. Það leið óðum að þeim tíma, að hún mætti fara heim aftur. David sat við hlið hennar. Hann hafði heimsótt hana eins oft og hann hafði getað. „Þú ert eins og ný-útsprungin rós í dag,“ sagði hann blíðlega. „Ég lít hræðilega út ennþá,“ sagði hún og reyndi að hlæja eðlilega. „Ég elska þig einmitt eins og þú ert núna,“ sagði hann. „Auð- vitað þykir mér alltaf vænt um þig, en mest elska ég þig eins og þú ert nú.“ „Hvað hefir þú verið að gera í dag?“ „Þráð konuna mína. íbúðin er svo tóm og eyðileg. — Reyndar hitti ég mann í dag, í klúbbnum, sem er víst frændi þinn. Hann heitir Brian .... og eitthvað meira.“ „Brian? Það er ár og dagur síðan ég hefi séð hann.“ „Hann bað að heilsa þér, og gladdist yfir því að heyra, að allt hefði gengið vel. Segðu mér eitt, Sara, hvað gerðir þú hon- um eiginlega á móti skapi, á hinum áhyggjulausu unglings- árum?“ „Hvað áttu við?“ „Mér skildist helzt, að þú hefðir nær ollið því með grimmd þinni, að hjarta hans brysti.“ „Það var ekki ég. Það var Anna.“ „Nei, það varst þú. Hann sagði mér það sjálfur. Þið höfðuð víst fyrir vana að ræða um bækur og skáldskap eitt sumar, sem þið dvöldust í Wales. Hann sagði að þá hefðir þú verið lag- leg og sér hefði ekki dulizt að þú yrðir mjög fögur og glæsileg kona. Og hann hafði litið á þig sem kamelíu á meðal smjör- blóma.“ „Kamelía?“ muldraði Sara, eins og við sjálfa sig. „En þú varst víst grimm og vond við hann,“ hélt David áfram. „Hann var svo hlédrægur 37

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.