Bergmál - 01.08.1955, Page 42
B E R G M Á L------------------
kom leiftursnöggt fram undan
kápunni og trékylfa skall á
vanga gjaldkerans svo að hann
lyppaðist niður af stólnum og
lá hreyfingarlaus á gólfinu.
Max skeytti ekki meira um
hann. Satt var það að hann var
grannvaxinn og kvenlegur í út-
liti, en lund hans var laus við
alla veiklun og viðkvæmni.
Heilum mánuði hafði hann eytt
í að athuga sinn gang og skipu-
leggja þetta atvik, enda var
hvert skref, sem hann tók nú,
fyrirfram hnitmiðað og ákveðið.
Morguninn eftir myndi hann
vera kominn aftur heim í litla
húsið sitt og vinir hans myndu
spyrja hann, hvort hann hefði
gert ánægjulega ferð til Parísar.
Við borð gjaldkerans stóð dá-
lítil grænleit skjalataska, og
stóð utan á henni með gylltúm
stöfum: Spilahöllin í Rocville.
Max tók þessa tösku upp án
þess að opna hana og gekk með
hana undir hendinni . til dyr-
anna. Honum var vel kunnugt
um hvað í henni var. Það voru
mestallir þeir peningar, sem
spilahöllin hafði tekið inn þenn-
an dag og það var nógu mikið
til þess, að hann gæti lifað
áhyggjulau.su lífi í marga mán-
uði.
Max þekkti orðið þessa spila-
----------------------Á g ú s x
höll út og inn, hann hafði líka
eytt 4 vikum í það að athuga
sinn gang og þessi fjögra vikna
bið gerði honum kleift að at-
hafna sig þarna áhættulaust.
Hann gekk rólega út úr her-
berginu og niður eftir gangin-
um gegnum anddyrið og út í
náttmyrkrið, en til eyrna hans
barst ómur af röddum gestanna,
sem sátu við spilaborðin í sölun-
um. Hann hélt á töskunni undir
hendinni en gylltu stafirnir
sneru að honum sjálfum.
Dyravörðurinn við útidyrnar
bauð honum góðar nætur og
eftirlitsmaðurinn á bílastæðinu
fylgdi honum að gráa Citroen-
bílnum hans og tók við greiðsl-
unni, en því næst ók Max af
stað. Það var ekkert óvenjulegt
við neitt af þessu. Þetta hafði
hann gert á hverju einasta
kvöldi í 4 vikur. Jafnvel líka
haldið á grænni tösku undir
hendinni. En fram til þessa hafði
það verið hans eigin taska en
ekki taska sem spilahöllin átti.
Max ók eftir strandveginum
á leið sinni til baka til Nice, sem
var 50 mílna leið. Græna task-
an lá í sætinu við hlið hans, og
hann raulaði fyrir munni sér.
Allangt utan við Rocville
— 40 —