Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 43
Bergmál
1 9 5 5 -----------------------
beygði hann út af aðalveginum
og ók eftir troðningum inn í
lítið skógarrjóður. Strax og
hann hafði lokið einhverju
verki, þá vildi hann jafnan
verða aftur hinn raunverulegi
Max Lustrier eins fljótt og
mögulegt var. Hann tók ferða-
tösku úr aftursæti bílsins.
Hann hafði fataskipti, fór úr
kvenfatnaðinum og í sín eigin
föt, sem voru smekkleg grá
sumarföt, dökkt bindi og flóka-
hattur. Hann þurrkaði máln-
inguna mjög vandlega úr and-
liti sér, setti kvenfatnaðinn og
hárkolluna í töskuna, sem fötin
hans höfðu verið í. Nokkrum
mínútum síðar ók hann eftir
þjóðveginum á ný.
Eftir klukkustundar akstur á
strandveginum myndi hann aka
rétt hjá háum sjávarhömrum og
þá gæti hann numið staðar og
varpað töskunni með kvenfatn-
aðinum þar fram af. Nokkrir
þungir steinar í viðbót við fatn-
aðinn í töskunni mundu sjá um
að hún sykki strax og þar með
væri ungfrú X úr sögunni.
Þennan bíl, sem hann hafði
keypt notaðan í útjaðri Rocville,
myndi hann jafnframt losa sig
við þar, og þá var ekkert annað
eftir heldur en að ganga dálít-
inn spotta áfram eftir veginum
og setjast inn í annan bíl, sem
hann átti, og beið eftir honum á
afviknum stað rétt við þjóðveg-
inn. Því næst gæti hann ekið
áfram ókvíðinn og áhyggjulaus.
Þannig hafði þetta oft tekizt
áður hjá honum og Max var viss
um það að þannig myndi þetta
ganga einnig nú. Hér var ekk-
ert undir heppni komið eða til-
viljun. Hvert skref og hver
hreyfing sem Max gerði var
fyrirfram útreiknuð og fram-
kvæmd hiklaust og ákveðið, því
að M'ax var kaldrifjaður og
ákveðinn náungi. Einu sinni eða
tvisvar á liðnum árum hafði
hann neyðst til þess að nota
skammbyssuna, sem hann bar í
hylki undir hægri upphandlegg.
Max myndi áreiðanlega skjóta,
ef kringumstæðurnar krefðust
þess, enda þótt svipur hans væri
blíðlegur og andlitsdrættirnir
fínlegir og kvenlegir.
Max ók því áfram í bezta
skapi eins og hann var alltaf er
hann hafði framkvæmt eitt-
hvert verk. Það var orðið fram-
orðið, komið nokkuð fram yfir
miðnætti og enginn sást á veg-
inum, jafnvel ljósin í þorps-
gluggunum voru slökkt, þar sem
hann ók um. Til hægri handar,
hinu megin við trén gjálfraði
Miðjarðarhafið letilega á rauðu
41