Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 47

Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 47
1955 B E R G M Á L varð að fjarlægja. Lögreglan skyldi ekki finna annað en bíl, sem væri allur sundurtættur, bíl sem síðar myndi upplýsast að væri viðriðinn ránið og svo mann í litlu húsi niður við sjó- inn, dáinn. Og síðan myndi lög- reglan halda áfram að leita að laglegri konu, sem virtist hafa gufað upp gersamlega. Max þreifaði á skammbyssunni í armholinu og gekk svo fram í setustofuna. Bakki með kaffi á, stóð á borðinu, en Charnot stóð við gluggann og horfði út yfir hafið. Ferðataskan lá á gólfinu rétt við dyrnar og græna skjalataskan lá ofan á henni og á þeirri hliðinni sem sneri upp stóð: „Spilahöllin í Rocville11. En þessi staðreynd olli Max engum áhyggjum nú, eftir að viðskiptum hans við Charnot væri lokið, þá myndi hann losa sig við þessar tvær töskur. Hann settist að kaffinu um leið og hann sagði: „Það virðist fara vel um yður hér.“ „Já, þetta er griðastaður minn. Ég er mjög hamingjusamur hér, mjög hamingjusamur.“ Charnot sneri sér að Max og brosti. „En auðvitað er ég kominn á efri ár og það er ekki margt sem ég krefst af lífinu, aðeins bækur, hljómlist og dálítið af mat og drykk.“ „Mínar kröfur yrðu áreiðan- lega meiri en svo.“ Charnot hló. „Þetta nægði mér heldur ekki, er ég var yngri að árum. Líður yður betur nú?“ „Já, mér líður ágætlega.“ „Það er sími frammi í anddyr- inu, ef þér vilduð hringja til lög- reglunnar eða einhvers verk- stæðis vegna bílsins.“ „Ég ætla að ljúka kaffinu fyrst. Þakka yður fyrir.“ Charnot kinkaði kolli og sneri sér út að glugganum á ný. Max gekk hljóðlega aftan að honum. Charnot hreyfði sig ekki, en hélt áfram að stara út á hafið í gegn- um þykku sólgleraugun sín. Kyrrlátt bros hvíldi yfir karl- mannlegu andlitinu. Það var eitthvað sérstætt í fari þessa manns, sem ögraði Max og vakti andúð í brjósti hans. Hann var svo rólegur og óbifanlegur, —• maður sem auðsjáanlega tók því sem að höndum bar með jafnaðargeði og gerði litlar kröf- ur til lífsins, eins og hann hafði sagt sjálfur. Max stakk hendinni í barm sér og í sömu andrá rykkti hann skammbyssunni fram og hélt henni á loft. Charnot sneri sér nú við og brosti enn um leið og hann leit á Max. „Hvers vegna hafið þér 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.