Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 48

Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 48
B E R G M Á L------------------- tekið upp skammbyssu?“ spurði hann. Max glotti illmannlega. „Til þess að vernda sjálfan mig.“ „Fyrir mér, eða hvað?“ „Já, fyrir yður. Ég verð að skjóta yður til þess að ég sé öruggur sjálfur.“ Hann miðaði byssunni á brjóst Charnots. „Einmitt það, hvað ætti ég að geta gert yður? Ég, sem einmitt hefi gert mér far um að hjálpa yður.“ Max gekk eitt skref aftur á bak. Hann vildi vera viss um að hann fengi ekki blóð á fötin sín um leið og skotið riði af. Nú hafði hann yfirtökin og hafði endurheimt sjálfstraust sitt, er hann sagði rólega: „Ein- hverntíma í dag verða öll blöð og jafnframt útvarpið yfirfull af fréttum um þjófnað sem framinn var í spilahöllinni í Rocville —“ Max hnykkti til höfðinu í átt- ina að töskunum. „Sá þjófnaður var framinn af konu, sem klædd var grænni kápu og hvítum sumarkjól, sem þér sáuð í tösk- unni. Auk þess ók sú kona grá- um Citroen bíl, sem nú liggur á hliðinni hérna uppi í brekkunni. Ég hefi ekki hugsað mér að gefa yður tækifæri til að gefa lög- reglunni upplýsingar um það að ---------------------- Á g ú s T þessi kona hefði í raun og veru verið dulbúinn karlmaður, sem þér gætuð ennfremur lýst ná- kvæmlega.“ Charnot sagði ekkert og virt- ist hugsi, en að andartaki liðnu fór hann að hlæja, góðlátlega. Max þoldi ekki þennan hlátur. „Haldið yður saman“. En Charnot lét sér hvergi bregða og hélt áfram að hlæja, að baki honum glampaði á spegilsléttan sjóinn í sólskininu úti fyrir .... „Ef yður þóknast svo, þá getið þér þaggað niður í mér með skammbyssunni yðar,“ sagði hann blátt áfram. Max ætlaði ekki að láta segja sér það tvisvar. Hann vildi Ijúka þessu af sem fyrst. Hann þrýsti á gikkinn. Það heyrðist daufur smellur. Honum gafst þó ekki tími til að undrast þetta, því að Charnot stökk á hann. Hann féll á gólfið og Charnot á hann ofan, og Charnot var bæði þungur og sterkur, svo að Max var eins og barn í höndum hans. Stór hnefi skall af heljarafli á kinnbeini hans og Max vissi ekki af sér meir. Þegar hann raknaði við, lá hann í hnút uppi á hörðum bekk, bundinn á höndum og fót- 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.