Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 49

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 49
1955 B K R G M Á L um. Charnot sat á stól skammt frá honum og hélt á skamm- byssunni hans. Hann var önnum kafinn við að hlaða byssuna. Þegar Max stundi og bylti sér til, þá leit Charnot upp og brosti. „Þegar þér félluð í öngvit uppi í brekkunni og ég tók undir herðar yðar þá fann ég þessa byssu á yður,“ sagði hann ró- lyndislega. „Eg treysti ekki mönnum, sem bera byssu á sér, innan klæða, svo að ég tæmdi hana án yðar leyfis. Þér verðið þó að minnsta kosti ekki ásak- aðir um morð, eða ekki fyrir að hafa myrt mig, hvað sem öðru líður. En þér hafið sannarlega skapað yður nóg vandræði samt, og það að óþörfu. Þér hefðuð getað farið á brott héðan, án þess að þurfa að óttast mig hið minnsta.“ „Og þér haldið að ég sé svo heimskur að trúa því? En ég skal segja yður það, að menn í slíkri aðstöðu sem ég er, geta ekki leyft sér að treysta á neina tvísýnu," sagði Max hryssings- lega. Charnot kinkaði kolli. „Allt er meira og minna tvísýnt í þessum heimi. Og betur hefði yður farnast nú ef þér hefðuð vogað að treysta á þá tvísýnu, sem þér minntust á. Ég fullyrði, að þér hefðuð getað farið héðan án þess að hafa minnstu áhyggj- ur af því að ég myndi koma upp um yður. Ég gæti hvorki lýst yður sjálfum né töskunum yðar. Ég hefi verið blindur í tíu ár. Þess vegna bý ég hér í mínum einkaheimi og uni glaður við mitt, enda er ég nú orðinn svo gagnkunnugur nágrenninu, að ég get óhikað borið mig um, án þess að þurfa að styðjast við sjónina. Aftur á móti er heyrn mín mjög næm, og því heyrði ég marrið í leðurhylkinu áðan er þér dróguð fram skammbyss- una.“ Charnot stóð á fætur og gekk að símanum í anddyrinu. ★ Gömul hjón ofan úr sveit komu til New York í fyrsta skipti á ævinni, Gamli maðurinn virtist hafa miklu meiri áhuga á öllu sem fyrir augun bar heldur en kona hans, en henni fannst stundum nóg um hversu ósköp karlinn glápti á sumt og að lokum stóðst hún ekki mátið og hrópaði: „Þú glápir svo mikið á sumar konurnar, sem við mætum, John minn, að það er hreinasta hneyksli. Það væri hægt að halda að þú hefðir aldrei séð konu- fætur fyrr.“ „Tja,“ sagði John gamli eins og annars hugar. „Það var nú einmitt það sem ég var farinn að halda sjálfur." 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.