Bergmál - 01.08.1955, Page 52
B E R G M Á L-------------------
„Það er fallegt,“ sagði frú
Cotton, „en það eru of mörg
herbergi í því.“
Þetta var hárrétt hjá frú
Berthu Cotton, eins og reyndar
allar smáathugasemdir hennar,
sem jafnan voru sagðar svo
blátt áfram, að þær hlutu að
sannfæra. Húsið hafði verið
byggt handa gamaldags sveita-
klerkum, sem þarna höfðu búið
um. langan aldur með fjölskyld-
ur sínar, einn eftir annan.
Svefnherbergin voru mörg og
stofurnar rúmgóðar. Búrinu létu
Cotton-hjónin breyta í eldhús.
En gamla eldhúsið notuðu þau
fyrir geymslu. Geymslur og
skemmur voru margar og auk
þess kjallari.
„Ekki skil ég hvernig Grund-
sells-hjónin fóru að ráða við
þetta hús,“ sagði frú Cotton er
henni varð hugsað til hjónanna
sem átt höfðu húsið næst á und-
an þeim, en þau hjón höfðu að-
eins búið í því í tæp fimm ár.
Herra Grundsell hafði verið
smávaxinn, glaðlyndur og ham-
ingjusamur maður, mjög vin-
sæll inni í þorpinu. Ekki nærri
eins efnaður og Sam Cotton, en
ef til vill hamingjusamari. Kona
hans, allmörgum árum eldri en
hann, hafði í fyrstu verið mönn-
um ráðgáta. Hávaxin, dökk yfir-
-------------------- Ágúst
litum, útlendingsleg kona, fá-
mælt.
En ekkert dylst fyrir heilli
herdeild af þvottakonum og
húshj álpar-konum, að minnsta
kosti ekki til lengdar, og það
kvisaðist — enda þótt því væri
aðeins hvíslað — að hún drykki.
Sjaldan, að vísu, en — jeminí —
þvílík kynstur í einu.
„Stór skápur fullur af flösk-
um,“ sagði frú Tyzer. „Gin-
flöskum. Og önnur hrúga —
ekkert smáræði —• dysjuð úti í
garðinum.“
En þrátt fyrir það hafði frú
Grundsell gefist upp. Ef til vill
hefir henni fundizt húsið of ein-
angrað. Hún talaði oft um Black-
pool með söknuði og þrá. Herra
Grundsell, sem allt lét eftir
henni, fór einnig að óskum
hennar í þessu. Kvöld eitt í
myrkri og slagviðri, er engir
voru á ferli, ók hann henni á
brott ásamt öllu hennar hafur-
taski í stóra, lokaða bílnum sín-
um. Eða svo sagði hann sjálfur
frá, síðar.
Hún sást aldrei í Marlhammer
upp frá því. Og stuttu síðar hafði
Grundsell ákveðið að selja.
„Ég er ekki undrandi á því,“
sagði frú Tyzer. „Stórt og mikið
hús, og hann aleinn í því.“
50