Bergmál - 01.08.1955, Page 53

Bergmál - 01.08.1955, Page 53
B E R G M Á L 1 955 -------------------------- Þannig höfðu Cotton-hjónin eignast þetta hús. Fallegt hús með mörgum skemmtilegum herbergjum, sem enn báru menjar eftir guðhræddar, hóg- værar klerkafjölskyldur, iðnar maddömur og samvizkusamar vinnukonur og sand af börnum. Sam Cotton hafði fundið hæðar- töflu eins barnahópsins mark- aða í dyrastaf svefnherbergis. Neðstur var Benjamín litli, að- eins tæp þrjú fet frá gólfi og efst var Rut, sú níunda í röðinni. Ánægjulegt hús, að einu atriði undanskildu. Hann var ekki ánægður með kjallarann. Þetta gat í raun og veru tæp- ast heitið kjallari. Við endann á þvottahúsinu lágu tvö þrep niður og þaða'n lá rangali niður á við eins og stóreflis botnlangi. Hann hafði verið notaður sem forðabúr fyrir sauðarkrof og svínslæri og annað þvílíkt. Ef lýst var upp undir loftið mátti enn sjá ryðgaða járnkróka neð- an í bitunum. Gólfið hafði verið steypt, en var víða mjög sprungið. „Tilvalinn staður fyrir koks,“ sagði frú Cotton. Það var orðið áliðið sumars þegar þau fluttu inn, en vegna þess að veturinn áður höfðu verið kuldar miklir, hafði hún vaðið fyrir neðan sig og pantaði fjögur tonn. Einhvern veginn hafði henni tekizt að ná svona miklum birgðum í einu, hvaða brögðum sem hún hefir beitt til þess. Frú Cotton fékk alltaf vilja sínum framgengt, — að lokum. Haustið leið og varð að vetri, veturinn að vori, og Sam Cotton hélt stöðugt uppi kvöldferðum sínum niður í kjallarann, enda þótt honum geðjaðist það alltaf illa. Stundum þurfti aðeins að bæta einni skóflu á eldinn, stundum tveimur. Kolahaugur- inn fór minnkandi. En eftir því sem hann rénaði, jukust kyn- legir hugarórar í sálarfylgsnum herra Cottons. Það var eitthvað voveiflegt við þennan kjallara. Og þetta illa var innst inni í horni, niður við gólf þar sem kokshrúgan var þykkust. Hann fór að reikna það út í huganum hve langt myndi þang- að til hann hefði lokið koks- hrúgunni í horninu, miðað við sömu eyðslu og verið hafði. Tveir mánuðir. Einn mánuður. Hann sagði konu' sinni ekki frá þessum hugarburði, því að hún var laus við alla ímynd- unarveiki og átti til að gagn- 51

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.