Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 57

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 57
B E R G M Á L 1 9 5 5 ---------------- KÝRIN KOLLÓTTA Dœmisaga eftir TORKEL HEDENVIND Áður en nashyrningurinn fékk hornið sitt á nefið (þetta horn, sem gerir hann að nashyrningi), þá var hann vanur að hlaupa um og bíta önnur dýr. Dag nokkurn beit hann sjakalagrey alveg að tilefnislausu, bara af því að hann hafði gaman af því. En sjakalinn æpti, því það getur hann, og svo fór hann að hitta konung dýranna, ljónið, og klag- aði. En ljónið er viturt og þess- vegna fór það og leitaði uppi kú, fékk lánað horn hjá henni og setti það þversum upp í nas- hyrninginn. Maður gæti ætlað, að nú hefði hann látið sér segj- ast svolítið og farið að stillast. En nashyrningurinn gat ekki að sér gert og dag nokkurn ætlaði hann að bíta í annað dýr og það af slíkum krafti, að hornið stakkst beint upp í gegnum nef- ið á honum og þar er það enn þann dag í dag. Hinn vitri kon- ungur dýranna, ljónið, gerði hann nú útlægan og sendi hann út á gresjurnar og einu dýrin, sem hann fékk að hafa þar hjá sér, til ánægju voru nokkur fuglagrey, sem enn þann dag í dag hafa það fyrir iðju að sitja á bakinu á honum og plokka óþrif úr húð hans, og alltaf er nashyrningurinn í vafa um það hvort hann á heldur að stanga eða bíta. En vesalings kýrin, sem var svo góðlynd að hún lánaði horn sín í hugsunarleysi, hún varð kýrin kollótta og vakti aðhlátur meðal hinna dýranna, og hún skammaðist sín svo mikið að hún hljóp á brott alla leið norð- ur á norðurhjara heims og þar lifir hún í frosti og kulda við sult og seyru. „Anna mín,“ sagði mamma all- hvasst, „hvaða dæmalaus hróp og læti eru þetta í þér barn? Því getur þú ekki verið stillt og prúð á meðan þú ert að leika þér, eins og Nonni, ekki heyrist neitt til hans.“ „Auðvitað heyrist ekkert til hans,“ svaraði Anna litla. „Þú veizt ekki hvaða leikur þetta er, mamma. Hann er pabbi að koma seint heim, en ég er þú að taka á móti honum.“ ★ Grímur: „Segir þú konunni þinni allt?“ Gunnar: „Já, allt, sem ég get átt á hættu að einhver annar geti orðið fyrri til að segja henni." ★ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.