Bergmál - 01.08.1955, Page 58

Bergmál - 01.08.1955, Page 58
Framliuldssaga: Leyndarmál liælisins Eflir Robin York. Sannleikurinn um Tona. Christine þagði andartak, en er hún hóf máls á ný hafði hún fullt vald yfir rödd sinni. „Það er bezt að ég byrji á byrjuninni,“ sagði hún hægt, „mér finnst það auðveldast.“ Hún þagnaði aftur andartak, en sagði svo festulega: „Ég mætti Tona fyrst í samkvæmi. Ég hafði þá nýlokið prófi og hann var í orlofi. Ég varð víst ást- fangin af honum strax þetta fyrsta kvöld, sem ég sá hann. Hann var svo kátur og áhyggjulaus.11 Einhver annarlegur glampi sást í augum hennar, er hún fór að rifja upp fortíðina. „Við hittumst oft og mörgum sinnum í þessu fyrsta orlofi hans, og áður en hann fór til herþjónustu á ný bað hann mig að giftast sér, og þá fannst mér eins og allir draumar mínir hefðu ræzt. Hann átti að vera utanlands tvö ár samfleytt og við ráðgerðum það að ég héldi áfram á þeirri braut, sem ég hafði markað mér og við mundum svo giftast, þegar hann kæmi heim aftur.“ 56

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.