Bergmál - 01.08.1955, Síða 60

Bergmál - 01.08.1955, Síða 60
BeRGMÁL------------------------------------------------ÁGÚST Rödd hennar titraði, er hún hélt áfram; ;/Hann hafði gerzt lið- hlaupi úr brezka flughernum, en hann sagði mér ekki hvers vegna hann hefði gert það, hið eina sem hann sagðist geta sagt, var það að þetta væri leyndarmál, sem honum væri ekki heimilt að segja frá. Ég las dagblöðin með mikilli athygli, en aldrei kom neitt í blöðunum um hann og að lokum fékk ég frænku hans, sem einnig starfaði við flugherinn til þess að gera fyrirspurnir um hann og hún sagði mér, að Tony væri skráður á opinberar skýrslur sem liðhlaupr. Meira fékk ég aldrei að vita, og ef ég á að vera fullkomlega hrein- skilin, þá reyndi ég aldrei til að komast að sannleikanum. Og nú, nú veit ég ekkert hvað ég á að halda David, ef þú gerir brezka flugmálaráðuneytinu aðvart. David þagði langa stund og hélt áfram að horfa niður í borðið. Christine horfði á hann og var augljós örvæntingin í svip hennar. Er David tálaði loks til hennar var rödd hans undarlega þvinguð. „Christine, hvað er hið rétta nafn hans?“ „Það var Mordaunt, Tony Mordaunt. Því spyrðu að því David. Hvað er að?“ Þetta nafn hafði auðsjáanlega mjög sterk áhrif á David. Hann var orðinn náfölur í andliti og hönd hans titraði er hann rétti hana fram. „Tony, þú átt við að hann hafi heitið Anthony Mordaunt, er það ekki?“ Christine hristi höfuðið. „Nei, Tony var aðeins gælunafn. Hið rétta nafn var Cecil, en honum geðjaðist ekki að því nafni.“ „Já, hann hét Cecil d’Arcy Mordaunt,“ hélt David áfram, „og hann var flugsveitarforingi.“ Hún hallaði sér áfram áköf og óttaslegin yfir þeirri breytingu, sem orðið hafði á honum. „Já, það er rétt David, en hvað veizt þú um hann?“ „Ég veit um ástæðuna fyrir því að hann gerðist liðhlaupi,“ sagði David þunglega. „Ég veit hver ákæran á hendur honum var og það átti að leiða hann fyrir herrétt. Jafnskjótt og þér höfðuð sagt mér þessa sögu, skildist mér að það gat enginn annar verið en Mordaunt, en ég var samt að vona að svo væri ekki. Hamingjan hjálpi okkur, Christine, þetta er annað en gaman. 58

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.