Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 60

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 60
BeRGMÁL------------------------------------------------ÁGÚST Rödd hennar titraði, er hún hélt áfram; ;/Hann hafði gerzt lið- hlaupi úr brezka flughernum, en hann sagði mér ekki hvers vegna hann hefði gert það, hið eina sem hann sagðist geta sagt, var það að þetta væri leyndarmál, sem honum væri ekki heimilt að segja frá. Ég las dagblöðin með mikilli athygli, en aldrei kom neitt í blöðunum um hann og að lokum fékk ég frænku hans, sem einnig starfaði við flugherinn til þess að gera fyrirspurnir um hann og hún sagði mér, að Tony væri skráður á opinberar skýrslur sem liðhlaupr. Meira fékk ég aldrei að vita, og ef ég á að vera fullkomlega hrein- skilin, þá reyndi ég aldrei til að komast að sannleikanum. Og nú, nú veit ég ekkert hvað ég á að halda David, ef þú gerir brezka flugmálaráðuneytinu aðvart. David þagði langa stund og hélt áfram að horfa niður í borðið. Christine horfði á hann og var augljós örvæntingin í svip hennar. Er David tálaði loks til hennar var rödd hans undarlega þvinguð. „Christine, hvað er hið rétta nafn hans?“ „Það var Mordaunt, Tony Mordaunt. Því spyrðu að því David. Hvað er að?“ Þetta nafn hafði auðsjáanlega mjög sterk áhrif á David. Hann var orðinn náfölur í andliti og hönd hans titraði er hann rétti hana fram. „Tony, þú átt við að hann hafi heitið Anthony Mordaunt, er það ekki?“ Christine hristi höfuðið. „Nei, Tony var aðeins gælunafn. Hið rétta nafn var Cecil, en honum geðjaðist ekki að því nafni.“ „Já, hann hét Cecil d’Arcy Mordaunt,“ hélt David áfram, „og hann var flugsveitarforingi.“ Hún hallaði sér áfram áköf og óttaslegin yfir þeirri breytingu, sem orðið hafði á honum. „Já, það er rétt David, en hvað veizt þú um hann?“ „Ég veit um ástæðuna fyrir því að hann gerðist liðhlaupi,“ sagði David þunglega. „Ég veit hver ákæran á hendur honum var og það átti að leiða hann fyrir herrétt. Jafnskjótt og þér höfðuð sagt mér þessa sögu, skildist mér að það gat enginn annar verið en Mordaunt, en ég var samt að vona að svo væri ekki. Hamingjan hjálpi okkur, Christine, þetta er annað en gaman. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.