Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 61

Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 61
B E R G M Á L 1955 Þegar þér voruð að tala um Tona, þá komst ekkert annað að í huga mér fyrir kjánaskapnum heldur en það, að þér væruð æstar vegna þess, að Tony hafði svikið yður. Það myndi ef til vill verða einhvers konar áfall fyrir yður ef Tony reyndist sami maðurinn og Johnny. Ef mig hefði grunað hið sanna í málinu, þá hefði ég aldrei minnzt á þessa ljósmynd við yður.“ Hann stóð á fætur og gekk til Christine. „Mér þykir þetta mjög leitt.“ „Ég skil ekki,“ sagði Christine. „Hvers vegna ætti yður að finn- ast þetta leitt. Hvers vegna gerðist hann liðhlaupi, og hvers vegna átti að leiða hann fyrir herrétt?11 „Hann gerðist liðhlaupi til þess að verða ekki tekinn fastur,“ sagði David með hægð, „og ákæran gegn honum var sú að hann hefði gerzt föðurlandssvikari og afhent óvinunum ýms skjalfest hern- aðarleyndarmál.“ Christine starði á hann skelfingu lostin og orð- laus. „Föðurlandssvikari,“ sagði hún í hálfum hljóðum. „Nei, nei, það er óhugsandi. Tony getur ekki hafa verið svikari. David, eruð þér vissir um þetta? Hvernig getið þér verið vissir um það?“ Þetta var furðuleg tilviljanakeðja. Hann hafði aldrei sjálfur sett Johnny í samband við liðhlaupann Mordaunt, fyrr en Christine sagði honum sögu sína, enda hafði ekkert verið til þess að vekja grun hans. Honum hafði geðjast vel að Johnny, og honum hafði aldrei flogið í hug, að hann væri maður, sem gæti átt það til að svíkja föðurland sitt, en nú hafði hann sönnun í höndunum og hann varð að breyta samkvæmt því. Það var ófrávíkjanleg skylda hans að gera flugmálaráðuneytinu aðvart um það, að Mordaunt væri þarna staddur, en hann varð líka að taka tillit til Christine. Hann gat ekki annað. Hann fann sárt til með henni, er hann sá áhyggju- og sorgarsvipinn á andliti hennar og hann vildi feginn gera allt, sem í hans valdi stæði til að létta áhyggjur hennar. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.