Bergmál - 01.08.1955, Síða 62

Bergmál - 01.08.1955, Síða 62
14. kafli. B E R G M Á L Á G Ú S T Hrœðileg ákvörðun. Það var Christine, sem að lokum rauf þögnina. ,,David,“ sagði hún hikandi óskýrri röddu. „Já, Christine." David haf'ði haldið annarri hendi yfir herðar henni en sleppti nú takinu, því að hann treysti sjálfum sér ekki of vel, ef hún skyldi ætla að fara að biðja hann að hlífa þessum manni, sem hún hafði eitt sinn elskað. Sem hún hafði eitt sinn elskað. Ef til vill var þetta ekki rétt ályktun hjá honum. Ef til vill elskaði hún hann ennþá. David beit á jaxlinn. „Já,“ endurtók hann. „Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því, sem mig langar til að biðja yður um,“sagði hún. „En David, hvað svo sem Tony gerði, og ég ætla ekki að fara að afsaka hann, þú mátt vera viss um það. En hvað svo sem hann gerði, þá er hann veikur nú, og hann man ekki fortíð sína, og þér hafið viðurkennt sjálfir, að svo geti farið að hann fái aldrei minni sitt á ný. Væri ekki einhver möguleiki tii þess að láta hann halda áfram að vera aðeins Johnny? Erum við tilneydd að tilkynna hver hann sé í raun og veru og rifja upp for- tíð hans?“ David vissi ekki hverju hann ætti helzt að svara þessari bón. Hann var mjög snortinn, en hafði hann í raun og veru nokkurn rétt til þess að taka tillit til Christine eða Johnny? Var það ekki skylda hans að gefa skýrslu um þetta til yfirvaldanna án tillits til þess hverjar afleiðingarnar kynnu að verða? Og með tilliti til Johnny, þá þurftu afleiðingarnar ekki endilega að verða honum til ógæfu, á meðan hann væri eins sjúkur og hann var nú yrði hann ekki leiddur fyrir sakamáladómstól, en hann myndi án efa verða fluttur burt frá hælinu og hver vissi nema það væri ef til vill það bezta, líka fyrir Christine. David reyndi að útskýra þessar hugsanir sínar fyrir Christine eins varfærnislega og honum var unnt, en honum fannst hann samt sjá greinilega gremju í augum hennar er hún svaraði all- hvasst. 60

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.