Bergmál - 01.08.1955, Blaðsíða 64
Bergmál-----------------------------------------------Ágúst
aðdáun hans hafði stöðugt aukizt þar til uppi á klettunum kvöldið
áður. Þá hafði honum skilizt það að hann var raunverulega mjög
ástfanginn af henni. Og hann var ekki síður sannfærður um það nú,
er hann horfði á fölt andlit hennar og tárvotu augun. Hann gat ekki
fengið af sér að særa Christine Dunbar hvað sem í boði væri.
Að lokum sagði hann og leit niður fyrir sig: „Ég vil ógjarnan taka
nokkra ákvörðun í skyndi eða óhugsað, en mynduð þér hafa á móti
því að ég ræddi þetta mál við Arnold Faber, hann er bezti vinurinn
sem ég á hér og eini maðurinn sem ég gæti treyst til að segja mér
hreinskilnislega hvað hanri áliti. Hann myndi ekki minnast á þetta
við nokkurn mann, ef ég bæði hann fyrir það.“
„Mér finnst,“ bætti hann við og roðnaði lítið eitt. „Mér finnst að
við séum bæði hlutdræg í þessu máli, því að það snertir okkur að
vissu leyti bæði, ekki satt? Johnny er sjúklingur minn og ég ....“
Hann hafði verið að því kominn að segja við hana að hann elsk-
aði hana, en hætti við það. Tony Mordaunt var enn á milli þeirra
eins og dökkur og óyfirstíganlegur skuggi. Honum þótti vænt um
að Christine samþykkti þessa uppástungu og fannst hann þá geta
beðið hana að koma út með sér í gönguferð síðar um daginn.
„Ég held að okkur ætti að takast að líta á þetta mál öðrum augum
ef við komumst á brott frá hælinu. Ég gæti beðið Arnold að líta
eftir því sem ég þarf að gera og ég er viss um að Alex gefur yður
leyfi til þess að fara út, eigum við að segja klukkan hálf fjögur.“
Christine kinkaði kolli til samþykkis. Það var engin alúð í rödd
hennar er hún muldraði kurteislega: „Þakka yður fyrir.“
David var dapur í bragði, er hann fylgdi henni til dyranna og
horfði á eftir henni niður ganginn.
15. kafli.
Ástarjátning.
Klukkan hálf fjögur stóð Christine reiðubúin á tröppunum utan
við hælið og í sama mund kom David á bíl sínum að tröppunum.
Hún var klædd nýrri, ljósblárri sumardragt, sem fór henni mjög
62