Bergmál - 01.08.1955, Page 67

Bergmál - 01.08.1955, Page 67
S am tí ningur Hinn heilagi steinn Múhameðs- trúarmanna í Mekka er talinn vera vígahnöttur. Hann er um tveir metrar á hæð, og um hann gengur sú saga, að hann hafi fallið til jarðar sem gló- rauður gimsteinn, en orðið svartur, þegar hann nam staðar, vegna synda mannanna á jörðinni. ★ A miðöldunum var ekki farið í laun- kofa með lík, sem þurfti að kryfja. Það var gert í einskonar „leikhúsi", þar sem var stórt borð á miðju gólfi fyrir líkið, og bekkir allt í kring, þar sem áhorfendur gátu setið og skemmt sér. Það var litið á slíka viðburði sem beztu skemmtanir, og menn skemmtu sér þá einnig um leið á annan hátt, svo að oft varð að kasta fólki út, eins og það væri á illræmdri „knæpu“. Einu sinni kom það fyrir, að það varð að hætta við allt í miðju kafi, vegna þess, að þegar farið var að kryfja líkið, en það var af nýhengdum manni, þá lifnaði hann við. ★ Dagurinn á Marz er mjög líkur degi jarðarinnar að lengd, aðeins rúmum hálftíma lengri. En Marz er miklu kaldari en jörðin. Heitustu dagar þar við miðjarðarlínu eru varla mikið yfir 10° C, og þá má geta nærri hvernig hitinn er, þegar dregur nær heims- skautunum. ★ í Englandi eru mýs ræktaðar til skemmtunar, og bafðar í húsum. í nærri því hverri stórborg er „Músa- klúbbur“, þ. e. músavinafélag. Mýsnar, sem ræktaðar eru, eru útlendar að uppruna, en við víxlun tegundanna eru komin fram mjög mörg litar- afbrigði. Sumar af þessum músum eru hvítar eða gular, brúnar, rauðar, fjólubláar, bláar, silfurlitaðar, svartar, o. s. frv. í fyrra stríðinu komu þessar mýs að góðu liði, þær voru fluttar milljónum saman til vígstöðvanna; þeim var varpað niður í skotgrafir og kafbáta, til þess að séð yrði, hvort þar væru eitraðar lofttegundir. Eftir stríðið gaf enska stjórnin „Músavina- félagi Breta“ (The National Mouse- Club) stóra silfurskál, en á hana var letrað þökk fyrir hjálp þá, sem mýsn- ar höfðu veitt í stríðinu. ★ Jaróskjálftar. Það sem almennt og einu nafni er nefnt jarðskjálftar, eru snöggir kippir í jarðskorpunni. Jarðskjálftar eru mjög almennir víða um lönd, og sums- staðar eru þeir daglegir viðburðir, eins og t. d. í Japan, þar sem koma um 600 jarðskjálftar að meðaltali á ári og margir mjög miklir. í höfuð- borg Japans einni, hafa verið taldir yfir 2000 jarðskjálftakippir á síðustu 25 árum. Hér í Evrópu eru jarðskjálft- ar algengastir í Grikklandi, þar næst í Suður-Ítalíu og loks hér á landi. Sumsstaðar í álfunni, eins og t. d. í Danmörku og norðanverðu Þýzka- landi, verður þeirra varla nokkurn tíma vart. Eiginmaðurinn er þolinmóðasta húsdýr, sem hægt er að hugsa sér. (S. Cajal). ★

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.