Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 67

Bergmál - 01.08.1955, Qupperneq 67
S am tí ningur Hinn heilagi steinn Múhameðs- trúarmanna í Mekka er talinn vera vígahnöttur. Hann er um tveir metrar á hæð, og um hann gengur sú saga, að hann hafi fallið til jarðar sem gló- rauður gimsteinn, en orðið svartur, þegar hann nam staðar, vegna synda mannanna á jörðinni. ★ A miðöldunum var ekki farið í laun- kofa með lík, sem þurfti að kryfja. Það var gert í einskonar „leikhúsi", þar sem var stórt borð á miðju gólfi fyrir líkið, og bekkir allt í kring, þar sem áhorfendur gátu setið og skemmt sér. Það var litið á slíka viðburði sem beztu skemmtanir, og menn skemmtu sér þá einnig um leið á annan hátt, svo að oft varð að kasta fólki út, eins og það væri á illræmdri „knæpu“. Einu sinni kom það fyrir, að það varð að hætta við allt í miðju kafi, vegna þess, að þegar farið var að kryfja líkið, en það var af nýhengdum manni, þá lifnaði hann við. ★ Dagurinn á Marz er mjög líkur degi jarðarinnar að lengd, aðeins rúmum hálftíma lengri. En Marz er miklu kaldari en jörðin. Heitustu dagar þar við miðjarðarlínu eru varla mikið yfir 10° C, og þá má geta nærri hvernig hitinn er, þegar dregur nær heims- skautunum. ★ í Englandi eru mýs ræktaðar til skemmtunar, og bafðar í húsum. í nærri því hverri stórborg er „Músa- klúbbur“, þ. e. músavinafélag. Mýsnar, sem ræktaðar eru, eru útlendar að uppruna, en við víxlun tegundanna eru komin fram mjög mörg litar- afbrigði. Sumar af þessum músum eru hvítar eða gular, brúnar, rauðar, fjólubláar, bláar, silfurlitaðar, svartar, o. s. frv. í fyrra stríðinu komu þessar mýs að góðu liði, þær voru fluttar milljónum saman til vígstöðvanna; þeim var varpað niður í skotgrafir og kafbáta, til þess að séð yrði, hvort þar væru eitraðar lofttegundir. Eftir stríðið gaf enska stjórnin „Músavina- félagi Breta“ (The National Mouse- Club) stóra silfurskál, en á hana var letrað þökk fyrir hjálp þá, sem mýsn- ar höfðu veitt í stríðinu. ★ Jaróskjálftar. Það sem almennt og einu nafni er nefnt jarðskjálftar, eru snöggir kippir í jarðskorpunni. Jarðskjálftar eru mjög almennir víða um lönd, og sums- staðar eru þeir daglegir viðburðir, eins og t. d. í Japan, þar sem koma um 600 jarðskjálftar að meðaltali á ári og margir mjög miklir. í höfuð- borg Japans einni, hafa verið taldir yfir 2000 jarðskjálftakippir á síðustu 25 árum. Hér í Evrópu eru jarðskjálft- ar algengastir í Grikklandi, þar næst í Suður-Ítalíu og loks hér á landi. Sumsstaðar í álfunni, eins og t. d. í Danmörku og norðanverðu Þýzka- landi, verður þeirra varla nokkurn tíma vart. Eiginmaðurinn er þolinmóðasta húsdýr, sem hægt er að hugsa sér. (S. Cajal). ★
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.